Til baka
12 mars 2025
Útgáfa leyfis ArcticLAS ehf. fyrir afmarkaða starfsemi með erfðabreyttar mýs og rottur
Umhverfis- og orkustofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu leyfis, dags. 10. mars 2025, fyrir ArcticLAS ehf. fyrir afmarkaða starfsemi með erfðabreyttar rottur og mýs í rannsóknaraðstöðu sinni við Krókháls 5d, 110 Reykjavík.
Nánari upplýsingar um starfsemina má finna í greinargerð með leyfinu.
Leyfið er gefið út í samræmi við ákvæði laga nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur og reglugerðar nr. 276/2002 um afmarkaða notkun erfðabreyttra lífvera, annarra en örvera. Leyfið hefur þegar tekið gildi og gildir til 10. mars 2041.
Umsagnaraðilar voru ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur og Vinnueftirlitið.
Ákvarðanir Umhverfis- og orkurstofnunar er varða útgáfu leyfa eru samkvæmt 29. gr. laga nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur og sæta kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála skv. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu fréttar.
Fylgiskjöl:
Leyfi með greinargerð
Umsögn ráðgjafanefndar um erfðabreyttar lífverur
Umsögn Vinnueftirlitsins