Merki Umhverfis- og orkustofnunar

Loftgæði

Loftgæði eru lykilþáttur heilsu og lífsgæða

Yfirlit yfir helstu loftmengunarþætti á Íslandi, áhrif þeirra á umhverfi og heilsu og hvernig Umhverfis- og orkustofnun fylgist með ástandi loftgæða. Hér má einnig nálgast mælingar, fræðslu og ráðleggingar um hvernig draga megi úr útsetningu fyrir mengun, ásamt upplýsingum um viðbrögð þegar loftgæði versna.

Markmiðið er að tryggja að almenningur, stjórnvöld og atvinnulíf hafi aðgang að áreiðanlegum gögnum og leiðbeiningum sem styðja við ákvarðanatöku og verndun heilsu og umhverfis.

Mælingar á loftgæðum
Umhverfis- og orkustofnun heldur utan um mælingar á gæðum þess lofts sem við öndum að okkur og miðlar þeim í gegnum til þess gert vefsvæði. Á vefnum er einnig að finna mæla frá öðrum aðilum. Þeir eru í flestum tilvikum ekki nákvæmnismælar, heldur grófir skynjarar, en geta þó veitt vísbendingar um loftmengun.
Opna loftgæðavef

Eldgos

Upplýsingar um helstu mengunarefni sem koma fram í eldgosum, svo sem gosösku, svifryk, SO₂ og H₂S, ásamt ábendingum um viðbrögð og varúðarráðstafanir.

Nánar

Flugeldar

Upplýsingar um hvernig brennisteinsríkar agnir, svifryk og önnur mengunarefni frá flugeldum safnast upp í andrúmslofti, hver áhrif þeirra eru á heilsu og umhverfi og hvernig draga má úr útsetningu, sérstaklega um áramótin þegar notkun er mest.

Nánar

Núgildandi heilsuverndarmörk helstu loftmengunarefna á Íslandi

Loftmengunarefni

Tímamæling

Heilsuverndarmörk

Svifryk minna en 10 µm (PM₁₀)Sólarhringsmeðaltal50 µg/m³
Svifryk minna en 10 µm (PM₁₀)Ársmeðaltal40 µg/m³
Svifryk minna en 2,5 µm (PM₂․₅)Ársmeðaltal20 µg/m³
Köfnunarefnisdíoxíð (NO₂)Klukkustundarmeðaltal200 µg/m³
Köfnunarefnisdíoxíð (NO₂)Sólarhringsmeðaltal75 µg/m³
Köfnunarefnisdíoxíð (NO₂)Ársmeðaltal40 µg/m³
Ósón (O₃)Hæsta 8 klukkustunda hlaupandi meðaltal120 µg/m³
Brennisteinsdíoxíð (SO₂)Klukkustundarmeðaltal350 µg/m³
Brennisteinsdíoxíð (SO₂)Sólarhringsmeðaltal125 µg/m³
Brennisteinsvetni (H₂S)Hlaupandi 24 klukkustunda meðaltal50 µg/m³
Brennisteinsvetni (H₂S)Ársmeðaltal5 µg/m³
Blý (Pb)Ársmeðaltal0,5 µg/m³
Arsen (As)Ársmeðaltal6 ng/m³
Kadmíum (Cd)Ársmeðaltal5 ng/m³
Nikkel (Ni)Ársmeðaltal20 ng/m³
Bensó[a]pýren (BaP)Ársmeðaltal1 ng/m³

Var efnið hjálplegt?

Hjálpaðu okkur að bæta gæði efnisins

Kennitala: 700924-1650

Akureyri

Rangárvellir 2, hús 8, IS-603

Reykjavík

Suðurlandsbraut 24, IS-108

Selfoss

Austurvegur 20, IS-800