Vinsamlegast athugaðu að vefurinn er í vinnslu. Ef þú sérð eitthvað sem mætti betur fara, þá máttu láta okkur vita.

Vinnustaðurinn

Umhverfis- og orkustofnun er kjarninn í umhverfis- og orkumálum á Íslandi. Stofnunin gegnir lykilhlutverki í stjórnsýslu þessara málaflokka, auk þess að vinna að orkuskiptum, orkunýtni og tryggja gæði umhverfisins.

Við leggjum ríka áherslu á að skapa verkefnamiðað vinnuumhverfi sem styður við samvinnu og umbætur.


Starfsemi okkar er á fimm starfsstöðvum um land allt:

  • Akureyri – höfuðstöðvar
  • Egilsstaðir
  • Hvanneyri
  • Reykjavík
  • Selfoss

Eftirsóknarverður vinnustaður
Við erum sveigjanleg

Umhverfis- og orkustofnun  býður upp á sveigjanlegan vinnutíma með 36 stunda vinnuviku, og fjarvinnuheimild 1-2 daga í viku fyrir mörg störf. Við viljum að fólkið okkar geti sinnt verkefnum sínum vel á dagvinnutíma og styðjum við fjölskyldu-og einstaklingsvænan lífsstíl utan vinnu.

Við hugsum um heilsuna

Heilsuefling er okkur hjartans mál og við viljum stuðla að góðri andlegri og líkamlegri heilsu allra auk þess að bjóða íþróttastyrki fyrir starfsfólk okkar.

Við erum umhverfisvæn

Við erum stolt af því að vera umhverfisvænn vinnustaður, með Svansvottun, ISO 14001 umhverfisstjórnunarkerfi, og þátttöku í verkefninu Græn Skref. Umhverfisvænn lífsstíll er einnig studdur með vegan úrvali í matsalnum okkar á Suðurlandsbraut og samgöngusamningum sem hvetja til umhverfisvænna ferðamáta.

Mannauðurinn er grunnstoðin í árangri okkar. Við viljum vera eftirsóknarverður vinnustaður þar sem hæfileikaríkt og drífandi fólk þrífst og dafnar.

Við erum rúmlega eitt hundrað sem störfum hjá stofnuninni og deilum ástríðu fyrir umhverfisvernd og sjálfbærri nýtingu auðlinda. Við viljum hæfasta starfsfólk sem völ er á í hvert verkefni og leggjum okkur fram um að öllum líði vel í vinnunni.


Auk þess erum við fjölskylduvænn vinnustaður og styðjum við sveigjanleika og fjölskyldulíf starfsfólks.

Starfsfólk Umhverfis- og orkustofnunar í maí 2025

Starfsfólk Umhverfis- og orkustofnunar í maí 2025

Var efnið hjálplegt?

Hjálpaðu okkur að bæta gæði efnisins

Kennitala: 700924-1650

Akureyri

Rangárvellir 2, hús 8, 603 Akureyri

Reykjavík

Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík