10 verkefni fá styrki til orkusparandi aðgerða í gróðurhúsum

Loftslags- og orkusjóður hefur úthlutað rúmlega 118 milljónum króna í styrki til 10 verkefna sem miða að því að draga úr orkunotkun í íslenskum gróðurhúsum. Verkefnin, sem snúa að tæknivæðingu og bættri lýsingu með LED lausnum, munu skila áætluðum orkusparnaði upp á 8,3 GWst á ári.
Áætlað er að þessi sparnaður samsvari raforkunotkun 2.029 heimila eða árlegri orkunotkun 2.774 rafbíla.
Með úthlutuninni er lögð áhersla á verkefni sem skila mestum orkusparnaði á hverja styrkkrónu og stuðla að betri rekstrarhagkvæmni í gróðurhúsum, auk þess sem þau nýtist sem fyrirmyndir fyrir aðra í greininni.
Hámarksstyrkur var 15 milljónir króna fyrir hvert verkefni, að hámarki 40% af heildarkostnaði.
Nánari upplýsingar má sjá á myndinni hér að neðan (sjá í fullri stærð).

Fleiri fréttir
Skoða


