Umhverfis- og orkustofnun hefur tekið ákvörðun um framlengingu á rannsóknarleyfi VesturVerks ehf. til 31. desember 2028 vegna áætlana um Skúfnavatnavirkjun á Langadalsströnd, Ísafjarðardjúpi. VesturVerk ehf. óskaði eftir framlengingu vegna tafa sem ollu því að ekki var unnt að ljúka öllum nauðsynlegum rannsóknum fyrir lok gildistíma leyfisins.
Ákvörðun Umhverfis- og orkustofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar stofnunarinnar skv. 2. mgr. 33. gr. laga um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu nr. 57/1998, sbr. 4. gr. laga um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2011.





