Umhverfis- og orkustofnun hefur tekið ákvörðun um veitingu bráðabirgðarheimildar fyrir Reykjavíkurborg, Skóla- og frístundasvið, kt. 530269-7609, til að hefja kennslu í færanlegum kennslustofum á lóð Hólabrekkuskóla við Suðurhóla 10, 111 Reykjavík.
Áform um veitingu bráðabirgðaheimildarinnar voru auglýst á tímabilinu 29. desember 2025 til kl. 12:00 á hádegi þann 2. janúar 2026. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatímanum.
Ákvörðun Umhverfis- og orkustofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar stofnunarinnar skv. 1. mgr. 65. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála.





