Landsvirkjun, kt. 420269-1299, hefur óskað eftir með bréfi til Umhverfis- og orkustofnunar, dagsettu 11. júlí 2025, að stofnunin veiti virkjunarleyfi til bráðabirgða fyrir Hvammsvirkjun, 95 MW, í samræmi við 4. gr. a raforkulaga nr. 65/2003, sbr. lög nr. 42/2025 um breytingu á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála.
Orkustofnun var lögð niður 31. desember 2024. Þann 1. janúar 2025 tók Umhverfis- og orkustofnun til starfa og tók stofnunin við verkefnum, réttindum og skyldum, eignum og skuldbindingum Orkustofnunar og þess hluta af starfsemi Umhverfisstofnunar er lýtur að umhverfis- og loftslagsmálum, sbr. 1. mgr. 7. gr. laga nr. 110/2024 um Umhverfis- og orkustofnun.
Í samræmi við 2. málsl. 5. mgr. 4. gr. a. raforkulaga, sbr. lög nr. 42/2025, er þeim er málið varðar gefið færi á að kynna sér umsóknina og koma á framfæri sjónarmiðum sínum eigi síðar en 5. ágúst 2025.
Auglýsingu um umsókn um virkjunarleyfi ásamt fylgigögnum má nálgast hér.
Skriflegum athugasemdum má koma á framfæri við Umhverfis- og orkustofnun, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, netfang: uos@uos.is og vísa skal í málsnúmerið UOS2507165.
Fylgiskjöl:
HVM – Beiðni um bráðabirgðaheimild
Svar við erindi – beiðni um virkjunarleyfi til bráðabirgða fyrir Hvammsvirkjun.