Vefurinn er í stöðugri þróun. Ef þú sérð eitthvað sem mætti betur fara, þá máttu láta okkur vita.

Nýjungar á loftgæði.is, textaútgáfa og spurt og svarað

Skjáskot af loftgæði.is
Skjáskot af loftgæði.is

Á loftgæði.is er nú að finna Spurt og svarað þar sem algengum spurningum varðandi loftgæði og gosmóðu er svarað.

Að auki er komin textaútgáfa af vefnum þar sem má finna stöðu loftgæða, og hægt að sía sig niður á ákveðinn stað, til dæmis Reykjavík eða Akureyri. Textaútgáfan virkar vel með skjálesurum fyrir sjóndapra. Textaútgáfan er einnig aðgengileg á ensku rétt eins og kortasjáin.

Fleiri viðbætur og lagfæringar eru fyrirhugaðar til að auðvelda fólki aðgang að upplýsingum um loftgæði og stöðu þeirra.

Fleiri fréttir

Skoða
23. júlí 2025
Nýtt mælaborð yfir úrgangstölfræði
Umhverfis- og orkustofnun hefur gefur út nýtt mælaborð yfir úrgangstölfræði, og er það aðgengilegt hér: Mælaborð | Úrgangur.is | Umhverfis- og orkustofnun Þar er hægt að skoða nýjustu útgefnu tölur, bráðabirgðatölur fyrir árið 2024, hvernig úrgangsmagn og meðhöndlun hafa þróast á síðustu árum og kort yfir hvar úrgangurinn myndast á Íslandi. Með síunarvalmöguleikum er hægt að skoða úrgangstölur aftur til ársins 2014 (eldri úrgangsgögn eru aðgengileg hjá Hagstofunni), niður á sveitarfélög, yfirflokka úrgangs (heimilisúrgangur, rekstrarúrgangur og úrgangur frá mannvirkjagerð), meðhöndlun úrgangs og tegund úrgangs. Upplýsingarnar sem eru birtar í mælaborðinu eru réttustu upplýsingar hverju sinni.
Úrgangur
Úrgangstölfræði
21. júlí 2025
Málsmeðferð við afgreiðslu á umsókn Landsvirkjunar um virkjunarleyfi og um heimild til breytingar á vatnshloti vegna Hvammsvirkjunar hafin á ný auk afgreiðslu á umsókn um bráðabirgðaheimild
Umhverfis- og orkustofnun hefur auglýst umsóknir Landsvirkjunar um virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun, dags. 8. júní 2021, og um heimild til breytingar á vatnshlotinu Þjórsá 1, dags. 16. janúar 2023, auk umsóknar um virkjunarleyfi til bráðabirgða fyrir Hvammsvirkjun, dags. 11. júlí 2025. Þann 14. júlí sl. barst Umhverfis- og orkustofnun beiðni frá Landsvirkjun um að stofnunin hefji á ný málsmeðferð við afgreiðslu á umsókn um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar og um heimild til breytingar á vatnshlotinu Þjórsá 1. Með bréfi, dags. 16. júlí 2025, staðfesti stofnunin að hún myndi hefja málsmeðferð á ný. Stofnuninni barst umsókn um virkjunarleyfi til bráðabirgða fyrir Hvammsvirkjun þann 11. júlí sl., og með bréfi, dags. 16. júlí 2025, staðfesti stofnunin móttöku umsóknarinnar. Í samræmi við lög nr. 42/2025 um breytingu á raforkulögum nr. 65/2003 og lögum nr. 36/2011 um stjórn vatnamála, varðar auglýsing stofnunarinnar um umsókn virkjunarleyfis jafnframt umsókn um heimild til breytingar á vatnshloti skv. 18. gr. laga nr. 36/2011 um stjórn vatnamála. Auglýsingu umsóknar um virkjunarleyfi og um heimild til breytingar á vatnshloti og auglýsingu umsóknar um virkjunarleyfi til bráðabirgða er að finna á vef Umhverfis- og orkustofnunar, sjá: Landsvirkjun óskar eftir að hafin verði á ný málsmeðferð vegna umsóknar um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar og umsókn um breytingar á vatnshlotinu Þjórsá 1 Umsókn Landsvirkjunar um virkjunarleyfi til bráðabirgða fyrir Hvammsvirkjun
Hvammsvirkjun
Bráðabirgðaheimild
Virkjunarleyfi
14. júlí 2025
10 verkefni fá styrki til orkusparandi aðgerða í gróðurhúsum
Loftslags- og orkusjóður hefur úthlutað rúmlega 118 milljónum króna í styrki til 10 verkefna sem miða að því að draga úr orkunotkun í íslenskum gróðurhúsum. Verkefnin, sem snúa að tæknivæðingu og bættri lýsingu með LED lausnum, munu skila áætluðum orkusparnaði upp á 8,3 GWst á ári. Áætlað er að þessi sparnaður samsvari raforkunotkun 2.029 heimila eða árlegri orkunotkun 2.774 rafbíla. Með úthlutuninni er lögð áhersla á verkefni sem skila mestum orkusparnaði á hverja styrkkrónu og stuðla að betri rekstrarhagkvæmni í gróðurhúsum, auk þess sem þau nýtist sem fyrirmyndir fyrir aðra í greininni. Hámarksstyrkur var 15 milljónir króna fyrir hvert verkefni, að hámarki 40% af heildarkostnaði. Nánari upplýsingar má sjá á myndinni hér að neðan (sjá í fullri stærð).
Loftslags- og orkusjóður
8. júlí 2025
Nýjungar á vefnum
Í upphafi árs tók Umhverfis- og orkustofnun við starfsemi Orkustofnunar og hluta af starfsemi Umhverfisstofnunar. Samhliða því var nýr vefur, uos.is, settur í loftið til að halda utan um sameiginleg málefni stofnunarinnar. Við höfum nú stigið næsta skref í vefþróuninni með uppfærðum og endurbættum vef sem býður upp á ýmsar gagnlegar nýjungar, auk þess sem hann hefur fengið ferskt útlit og nútímalegri ásýnd. Vinnan fór fram í samstarfi við vefstofuna Visku. Meðal helstu nýjunga: Yfirlit efnis tengt stofnuninni – þú getur nálgast allt okkar efni á einum stað, jafnvel þótt megnið af því sé vistað enn um sinn á vefum forvera okkar. Heildstæð leit – þú getur leitað í fréttum, opinberum birtingum og öðru efni á vefnum, auk þess sem við vísum í efni af öðrum vefum stofnunarinnar. Samskiptaform – ef þú átt erindi við stofnunina hvetjum við þig til að nota þar til gert form á vefnum, sem hjálpar þér við að koma erindinu í réttar hendur. Viðburðayfirlit – allar helstu upplýsingar um viðburði á vegum stofnunarinnar má nú finna á einum stað. Staða loftgæða – loftgæði í Reykjavík og á Akureyri eru sýnileg á forsíðu vefsins auk vísunar í mælistöðvar um land allt. Vefurinn er annars í stöðugri þróun og við tökum fagnandi ábendingum um það sem mætti bæta. Efni á vefum forvera okkar verður svo fasað út á næstu mánuðum og fær þá nýtt heimili á vef stofnunarinnar.
Um stofnunina

Kennitala: 700924-1650

Akureyri

Rangárvellir 2, hús 8, 603 Akureyri

Reykjavík

Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík