Málsmeðferð við afgreiðslu á umsókn Landsvirkjunar um virkjunarleyfi og um heimild til breytingar á vatnshloti vegna Hvammsvirkjunar hafin á ný auk afgreiðslu á umsókn um bráðabirgðaheimild

Umhverfis- og orkustofnun hefur auglýst umsóknir Landsvirkjunar um virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun, dags. 8. júní 2021, og um heimild til breytingar á vatnshlotinu Þjórsá 1, dags. 16. janúar 2023, auk umsóknar um virkjunarleyfi til bráðabirgða fyrir Hvammsvirkjun, dags. 11. júlí 2025.
Þann 14. júlí sl. barst Umhverfis- og orkustofnun beiðni frá Landsvirkjun um að stofnunin hefji á ný málsmeðferð við afgreiðslu á umsókn um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar og um heimild til breytingar á vatnshlotinu Þjórsá 1. Með bréfi, dags. 16. júlí 2025, staðfesti stofnunin að hún myndi hefja málsmeðferð á ný. Stofnuninni barst umsókn um virkjunarleyfi til bráðabirgða fyrir Hvammsvirkjun þann 11. júlí sl., og með bréfi, dags. 16. júlí 2025, staðfesti stofnunin móttöku umsóknarinnar.
Í samræmi við lög nr. 42/2025 um breytingu á raforkulögum nr. 65/2003 og lögum nr. 36/2011 um stjórn vatnamála, varðar auglýsing stofnunarinnar um umsókn virkjunarleyfis jafnframt umsókn um heimild til breytingar á vatnshloti skv. 18. gr. laga nr. 36/2011 um stjórn vatnamála.
Auglýsingu umsóknar um virkjunarleyfi og um heimild til breytingar á vatnshloti og auglýsingu umsóknar um virkjunarleyfi til bráðabirgða er að finna á vef Umhverfis- og orkustofnunar, sjá:
- Landsvirkjun óskar eftir að hafin verði á ný málsmeðferð vegna umsóknar um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar og umsókn um breytingar á vatnshlotinu Þjórsá 1
- Umsókn Landsvirkjunar um virkjunarleyfi til bráðabirgða fyrir Hvammsvirkjun
Fleiri fréttir
Skoða


