Námskeið í sóttvörnum vegna húðrofs - desember 2025

Umhverfis- og orkustofnun stendur fyrir námskeiðum í sóttvörnum fyrir þau sem framkvæma hvers kyns húðrof, svo sem húðgötun, húðflúrun, fegrunarflúrun og nálastungur.
Námskeiðið er skylda fyrir þau sem hafa ekki lokið námi á heilbrigðissviði sem felur í sér fræðslu um smitgát og sóttvarnir. Frá og með 1. janúar 2026 þurfa allir sem stunda húðrof að geta framvísað staðfestingu þess efnis að þeir hafi setið námskeiðið eða séu með tilskylda menntun á heilbrigðissviði.
Sjá nánar í 2. mgr. 34. gr. rg. nr. 903/2024 um hollustuhætti.
Information on the course in English
Um námskeiðið
Á námskeiðinu verður farið yfir alla þætti sem snúa að framkvæmd húðrofs með sérstaka áherslu á sóttvarnir og hreinlæti. Námskeiðið er blanda af fyrirlestrum og sýnikennslu. Í lok námskeiðs þurfa þátttakendur að standast hæfnispróf. Nauðsynlegt er að hafa meðferðis eigið snjalltæki til að taka hæfnisprófið á.
Kennarar á námskeiðinu eru:
- Ása S. Atladóttir, hjúkrunarfræðingur
- Brynjar Björnsson, húðflúrari
- Ísak S. Bragason, teymisstjóri í teymi efnamála hjá Umhverfis- og orkustofnun
- Sigríður Kristinsdóttir, teymisstjóri í teymi eftirlits hjá Umhverfis- og orkustofnun
- Stella Hrönn Jóhannsdóttir, sérfræðingur hollustuhátta hjá Umhverfis- og orkustofnun
Dagsetning
- Þriðjudagurinn 2. desember frá kl. 9 – 16. Kennt á íslensku. Síðasti skráningardagur er 30. nóvember. Síðasti greiðsludagur 2. desember.
Námskeiðsgjald
Námskeiðsgjald er 49.900 kr.
Greiðsluseðill verður sendur í heimabanka umsækjanda og afrit af reikningi á mínar síður á island.is.
Staðsetning
Námskeiðið verður haldið á Hótel Reykjavík Grand, Sigtúni 28, 105 Reykjavík.
Skráning
Skráning fer fram á https://gogn.ust.is/
Skráning er staðfest þegar námskeiðsgjöld hafa verið greidd.
Lágmarksfjöldi
Lágmarksfjöldi á námskeiðið er 40 manns. Námskeiðið fellur niður ef ekki næst lágmarks þátttaka.
Námskeiðið er fyrir þau sem framkvæma nálastungur, fegrunarflúrun, húðgötun og húðflúrun.