Til baka

10 janúar 2025

Áform um framlengingu á leyfi Lækjarbotnableikju

Umhverfis- og orkustofnun áformar að framlengja starfsleyfi Lækjarbotnableikju í Rangárþingi ytra sem gildir fyrir allt að 20 tonna landeldi. Umhverfis- og orkustofnun er heimilt að framlengja starfsleyfi rekstraraðila í samræmi við 4. mgr. 6. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Framlenging á starfsleyfi er heimil til eins árs eða til 15. janúar 2026.

Athugasemdir við áform um framlengingu leyfisins skulu vera skriflegar og sendar Umhverfis- og orkustofnun á netfangið uos@uos.is merkt UST202412-052. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 13. janúar 2025.

Hér er hægt að skoða starfsleyfið sem áformað er að framlengja:

Við erum á samfélagsmiðlum

Facebook merki

Umhverfis- og orkustofnun

Suðurlandsbraut 24

108 Reykjavík

--

Rangárvellir 2, hús 8

603 Akureyri

Hafa samband

Netfang: uos@uos.is

Sími: 569 6000

Opið fyrir símtöl milli kl. 8:30 og 15 alla virka daga

Kennitala: 7009241650