Umhverfis- og orkustofnun auglýsir áform um útgáfu bráðabirgðaheimildar fyrir Al Álvinnslu ehf. til reksturs á nýjum vinnsluferli í verksmiðju þeirra að Klafastaðaveg 4 á Grundartanga.
Alur Álvinnsla óskar eftir bráðabirgðaheimild til að halda áfram að nota nýjan vinnsluferil sem hefur verið í þróun síðast liðin 3 ár á meðan Umhverfis- og orkustofnun vinnur að breytingum á starfsleyfi þeirra. Umhverfis- og orkustofnun er heimilt skv. 7. gr. a. laga nr. 7/1998 að veita rekstraraðila bráðabirgðaheimild að uppfylltum skilyrðum.
Athugasemdafrestur við auglýsinguna er til og með 27. janúar 2026. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast stofnuninni á netfangið uos@uos.is merktar UOS-3122.





