Umhverfis- og orkustofnun hefur móttekið umsókn Als Álvinnslu ehf. á Grundartanga um breytingu á starfsleyfi. Félagið er með gilt starfsleyfi til 9. nóvember 2038 til að vinna ál úr allt að 15.000 tonnum á ári af álgjalli. Breytingin felur í sér nýja framleiðslulínu fyrir áframvinnslu á saltgjalli og gjallsandi en að öðru leyti verður framleiðslan óbreytt.
Umhverfis- og orkustofnun hefur farið yfir umsóknina og metið hana fullnægjandi. Á næstunni verður unnin tillaga að nýju starfsleyfi og verður hún auglýst opinberlega í fjórar vikur.
Öllum gefst tækifæri til að koma með athugasemdir á auglýsingatíma áður en ákvörðun um útgáfu á starfsleyfinu verður tekin.





