Umhverfis- og orkustofnun hefur tekið ákvörðun um að veita Háskóla Íslands (kt. 600169-2039) bráðabirgðaheimild til að hefja kennslustarfsemi í kennslustofum á 1., 2. og 3. hæð suðurálmu í húsnæðinu Sögu við Hagatorg 1 (F2028392, merking 01 0101).
Umhverfis- og orkustofnun er heimilt skv. 7. gr. a. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir að veita rekstraraðila bráðabirgðaheimild að uppfylltum skilyrðum.
Áformin voru auglýst á heimasíðu stofnunarinnar þann 23.-25. september 2025, engar athugasemdir bárust.
Ákvörðun Umhverfis- og orkustofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar stofnunarinnar skv. 1. mgr. 65. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála.