Merki Umhverfis- og orkustofnunar

Hvernig verða loftgæðin á morgun?

Skólavörðuholt séð úr lofti

Umhverfis- og orkustofnun hefur tekið í notkun líkan sem spáir fyrir um loftgæði á höfuðborgarsvæðinu tvo daga fram í tímann.

Nýja spálíkanið er mikil framför í miðlun upplýsinga um loftgæði. Hingað til hefur eingöngu verið hægt að sjá mælingar á loftgæðum þar sem nýjustu tölur eru 10 mínútna gamlar.

Spá um mengun frá umferð

Spálíkanið reiknar mengun fyrir allt höfuðborgarsvæðið út frá umferðarmagni og umferðarhraða á hverjum einasta götulegg. Loftgæðaspáin sýnir því vel hvernig mengunin dreifist um svæðið.

Mengun á höfuðborgarsvæðinu er að langstærstum hluta frá bílaumferð og því er mengunin mest á þeim svæðum sem næst eru stórum umferðargötum.

Image

Spá um styrk svifryks fimmtudaginn 27. febrúar kl 18.

Á myndinni sést vel hvernig styrkur svifryks er mestur (gulur og rauður litur) í nágrenni við stórar umferðaræðar. Einnig sést að mengun er talsvert minni (grænn litur) á svæðum sem eru fjær stórum umferðaræðum. Á svæðum sem eru grá er gert ráð fyrir mjög lítilli mengun.

Veður er ráðandi þáttur í dreifingu loftmengunar. Veðurspáin fyrir það tímabil sem sjá má á meðfylgjandi mynd gerði ráð fyrir hægri suðaustan átt og því er gert ráð fyrir að mengunin dreifst í norðvestur frá helstu umferðaræðum.

Hvar er best að stunda útivist?

Loftgæðaspáin ætti að nýtast vel þeim hópum sem eru viðkvæmir fyrir loftmengun.

Á myndinni má til dæmis sjá að á svæðum eins og Laugardal og Fossvogsdal er mengun mun minni en við miklar umferðaræðar og því heppilegra að stunda útivist á þannig svæðum.

Mengun frá jarðhitavirkjunum og stóriðju

Líkanið sýnir einnig gróflega dreifingu brennisteinsvetnis frá jarðhitavirkjunum og dreifingu brennisteinsdíoxíðs frá stóriðju á Suðvesturlandi.

Loftgæðaspáin er aðgengileg á spa.loftgaedi.is og í gegnum loftgaedi.is

Image

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra opnaði spálíkanið

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra opnaði spálíkanið formlega í heimsókn hjá Umhverfis- og orkustofnun á Suðurlandsbraut þann 24. febrúar 2025.

óhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Þorsteinn Jóhannsson, loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfis- og orkustofnun, virða fyrir sér nýtt spálíkan um loftgæði.

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í teymi loftgæða og losunarheimilda, virða fyrir sér nýtt spálíkan um loftgæði.

Fleiri fréttir

Skoða
27. nóvember 2025
Viðurkenningar fyrir árangur í orkuskiptum ríkisflotans 2025
Í tilefni Loftslagsdagsins þann 1. október 2025, veitti Umhverfis- og orkustofnun í annað sinn viðurkenningar fyrir árangur í orkuskiptum ríkisflotans. Fyrsta viðurkenningaútgáfan fór fram árið 2024 og markaði upphaf hvatakerfis sem ætlað er að styðja við aðgerðina Full orkuskipti ríkisflota og samgönguþjónustu fyrir 2030. Markmiðið er skýrt, að allar fólks- og sendibifreiðar í eigu og notkun ríkisins verði alfarið knúnar endurnýjanlegri, íslenskri orku í lok árs 2029. Rafknúnar samgöngur hafa í dag reynst hagkvæmar, áreiðanlegar og vel til þess fallnar að sinna fjölbreyttum verkefnum ríkisstofnana. Aðgerðin og hvatakerfið Aðgerðin var unnin í samstarfi við Bílgreinasambandið, sem hefur staðfest að tæknilegir annmarkar standi ekki í vegi fyrir orkuskiptum í flokki fólks- og sendibíla á næstu árum. Nýjar gerðir rafbíla munu áfram styrkja innleiðinguna fram til ársins 2030. Til að hvetja til framfara fylgist Umhverfis- og orkustofnun með hlutfalli hreinorkubíla í flotum stofnana út frá gögnum Samgöngustofu. Fyrir hvert árangursþrep fá stofnanir viðurkenningar á veggspjaldi með skafmiðum: brons (30%), silfur (60%), gull (90%) og platína (100%). Vinna er hafin við endurbætur á Grænu skrefunum og er stefnt að því að hvatakerfi orkuskiptanna færist inn í þann ramma þegar endurbótum lýkur. Vörðum fyrir árangur í orkuskiptum er skipt niður í 4 þrep, 30, 60, 90 og 100% árangur. Bronsviðurkenningar 2025 Á Loftslagsdeginum fengu eftirfarandi stofnanir bronsdekk, sem samsvarar því að a.m.k. 30% bílaflotans sé knúinn endurnýjanlegri orku: Lögreglustjórinn á Suðurnesjum Seðlabanki Íslands Þjóðminjasafn Íslands Lögreglustjórinn á Vestfjörðum Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra Náttúruverndastofnun Íslands Viðurkenning fyrir bronsdekkið komin í hendurnar á Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Þetta er annað árið í röð sem stofnanir fá viðurkenningar fyrir árangur í orkuskiptum og sýnir áframhaldandi skuldbindingu ríkisins við sjálfbærar samgöngur. Stofnanir sem starfa við fjölbreytt og oft krefjandi verkefni hafa þannig náð markverðum árangri í átt að kolefnishlutlausum rekstri.  
24. nóvember 2025
Staða fráveitumála 2024
Skýrsla um stöðu fráveitumála á Íslandi fyrir árið 2024 er komin út. Skýrslan byggir á gögnum frá heilbrigðiseftirlitum, sveitarfélögum og rekstraraðilum um land allt. Helstu niðurstöður Eins og árið 2022 eru Borgarnes og Dalvík einu þéttbýlin sem uppfylla kröfur um hreinsun samkvæmt reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp. Viðkomandi þéttbýli eiga að uppfylla kröfur um viðeigandi hreinsun sem í þessum tilfellum er grófhreinsun. Flest þéttbýli á landinu beita enn grófhreinsun, sem er einungis forhreinsun þar sem rusl og aðskotahlutir eru síaðir frá vatni áður en frekari hreinsun fer fram. Niðurstöður skýrslunnar sýna að: 82% íbúa eru tengdir grófhreinsun. 14% íbúa hafa enga hreinsun. 1% íbúa tengjast eins þreps hreinsun - þar sem bæði svifagnir og lífrænt efni eru fjarlægð að hluta. Árið 2024 höfðu þrjú þéttbýli fengið samþykkt að skilgreina viðtaka sem „síður viðkvæman“. Tvö hafa bæst við árið 2025. Þetta gerir þeim kleift að beita minni hreinsun, eins þreps hreinsun í stað tveggja þrepa, að því gefnu að vatnshlotið haldist í góðu vistfræðilegu ástandi. Vöktun ábótavant Margir viðtakar hafa ekki verið vaktaðir nægilega vel og fá sveitarfélög framkvæma reglulegar mælingar í fráveitum eða viðtökum. Þörf er á að uppfæra og gefa út ný starfsleyfi fyrir fráveitur, sem heilbrigðiseftirlit landsins vinna nú að. Bætt gagnavinnsla Erfitt er að meta magn seyru sem er safnað vegna þess að hingað til hefur seyra og ristarúrgangur verið skráð sem sami úrgangsflokkur. Gerðar hafa verið úrbætur á því og það ættu að vera betri upplýsingar um magn seyru í næstu gagnaskilum. Vilji til úrbóta Verkefni næstu ára í fráveitumálunum eru fjölmörg en mikilvægt er að ljúka við endurskoðun á reglugerð um fráveitur og skólp og gefa út og/eða uppfæra starfsleyfi fyrir fráveitur. Í vatnaáætlun Íslands 2022–2027 er fráveita skilgreind sem einn helsti álagsþáttur á vatn og verður áfram unnið að úrbótum í samræmi við aðgerðaáætlun hennar. Úrbætur í fráveitu taka oft nokkurn tíma og því eru breytingar á milli gagnaskila frekar litlar eins og er. Greina má þó meiri áhuga og vilja til úrbóta í fráveitumálum. Samantektin nær til 90% íbúa Stöðuskýrsla fráveitumála nær til 29 þéttbýla, sem losa um eða yfir 2.000 pe. Það samsvarar um 344.237 íbúum eða um 90% af íbúafjölda á Íslandi. Umhverfis- og orkustofnun tekur saman upplýsingar um stöðu fráveitumála á Íslandi á tveggja ára fresti. Leiðbeiningar fyrir sveitarfélög og heilbrigðiseftirlit Umhverfis- og orkustofnun hefur unnið að ýmsum leiðbeiningum til að styðja sveitarfélög og heilbrigðiseftirlit við framkvæmd reglugerða. Meðal þeirra eru: Leiðbeiningar um útreikninga á skólpmagni. Skilgreiningu viðtaka. Eftirlitsmælingar og vöktun. Samræmd starfsleyfisskilyrði fyrir hreinsistöðvar.
19. nóvember 2025
Auglýsing: Styrkir til loftslagsvænna tæknilausna í landbúnaði
Loftslags- og orkusjóður auglýsir 80 milljónir króna í styrki til loftslagsvænna tæknilausna í landbúnaði. Í ljósi markmiða ríkisstjórnarinnar um eflingu nýsköpunar í landbúnaði og markvissari stuðning við bændur hafa Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, og Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, ákveðið að ráðstafa 80 m.kr. í sérstakan fjárfestingarstuðning við bændur. Stutt er við innleiðingu á tækni sem stuðlar að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda með minni áburðarnotkun. Styrkumsóknir eru afgreiddar samkvæmt reglugerð nr. 1566/2024 um Loftslags- og orkusjóð. Aðferðir nákvæmnislandbúnaðar við áburðardreifingu skila sér í bættri nýtingu næringarefna, minni losun gróðurhúsalofttegunda og bættum rekstri. Árangur getur verið breytilegur eftir ræktunaraðstæðum en áhrifin eru alltaf jákvæð. Búnaðurinn er þó dýr og þessum styrkveitingum er ætlað að koma til móts við það. Styrkhæfi verkefna og áherslur Styrkir verða veittir til framleiðenda landbúnaðarafurða, sem uppfylla skilyrði 4. mgr. 30. gr. búvörulaga, vegna fjárfestingar í tækjakaupum sem stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda vegna áburðarnotkunar í landbúnaði. Jafnframt er heimilt að veita styrki til kaupa á búnaði sem keyptur er í samstarfi aðila, svo sem í gegnum búnaðarfélag eða verktaka sem annast áburðardreifingu fyrir bændur. Dæmi um styrkhæf tækjakaup eru eftirfarandi: GPS tækni fyrir bætta nákvæmni við áburðardreifingu Tækni til niðurfellingar/-lagningar á áburði Önnur tæki sem bætt geta nýtingu áburðar og minnkað áburðarnotkun í landbúnaði Áhersla skal fyrst og fremst lögð á að styrkja verkefni sem falla að hlutverki sjóðsins og horft verður til þess að forgangsraða verkefnum sem skila mestum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda (koldíoxíð-ígilda) á hverja styrkkrónu. Auk framangreindra sjónarmiða er heimilt við mat á umsóknum og ákvörðun úthlutunar að taka tillit til sjónarmiða er fram koma í 2. mgr. 10. gr. reglugerðar um Loftslags- og orkusjóð eftir því sem við á. Styrkhlutföll, styrkfjárhæðir og fleira Hámarks styrkhlutfall skal vera 40% af heildarkostnaði fjárfestingar (án vsk.) og styrkfjárhæð í hverri úthlutun skal nema að hámarki 10 milljónum króna fyrir hvern framleiðanda landbúnaðarafurða.  Styrkur greiðist samkvæmt samningi og framlagningu staðfestingar á kaupum búnaðar. Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn: Upplýsingar um umsækjanda eða umsækjendur, aðra þátttakendur og samstarfsaðila, ef einhverjir eru. Nafn, kennitala og símanúmer þess sem annast samskipti við sjóðinn. Lýsing á verkefninu og því hvernig verkefnið samræmist markmiðum og skilgreindum áherslum styrkveitinga, þ. á m. 35. gr. Tíma- og verkáætlun. Sundurliðuð fjárhagsáætlun verkefnis og upplýsingar um fjármögnun. Umsóknarfrestur er til 22. desember 2025. Sótt er um á www.orkusjodur.is

Kennitala: 700924-1650

Akureyri

Rangárvellir 2, hús 8, IS-603

Reykjavík

Suðurlandsbraut 24, IS-108

Selfoss

Austurvegur 20, IS-800