Hvernig verða loftgæðin á morgun?

Skólavörðuholt séð úr lofti

Umhverfis- og orkustofnun hefur tekið í notkun líkan sem spáir fyrir um loftgæði á höfuðborgarsvæðinu tvo daga fram í tímann.

Nýja spálíkanið er mikil framför í miðlun upplýsinga um loftgæði. Hingað til hefur eingöngu verið hægt að sjá mælingar á loftgæðum þar sem nýjustu tölur eru 10 mínútna gamlar.

Spá um mengun frá umferð

Spálíkanið reiknar mengun fyrir allt höfuðborgarsvæðið út frá umferðarmagni og umferðarhraða á hverjum einasta götulegg. Loftgæðaspáin sýnir því vel hvernig mengunin dreifist um svæðið.

Mengun á höfuðborgarsvæðinu er að langstærstum hluta frá bílaumferð og því er mengunin mest á þeim svæðum sem næst eru stórum umferðargötum.

Image

Spá um styrk svifryks fimmtudaginn 27. febrúar kl 18.

Á myndinni sést vel hvernig styrkur svifryks er mestur (gulur og rauður litur) í nágrenni við stórar umferðaræðar. Einnig sést að mengun er talsvert minni (grænn litur) á svæðum sem eru fjær stórum umferðaræðum. Á svæðum sem eru grá er gert ráð fyrir mjög lítilli mengun.

Veður er ráðandi þáttur í dreifingu loftmengunar. Veðurspáin fyrir það tímabil sem sjá má á meðfylgjandi mynd gerði ráð fyrir hægri suðaustan átt og því er gert ráð fyrir að mengunin dreifst í norðvestur frá helstu umferðaræðum.

Hvar er best að stunda útivist?

Loftgæðaspáin ætti að nýtast vel þeim hópum sem eru viðkvæmir fyrir loftmengun.

Á myndinni má til dæmis sjá að á svæðum eins og Laugardal og Fossvogsdal er mengun mun minni en við miklar umferðaræðar og því heppilegra að stunda útivist á þannig svæðum.

Mengun frá jarðhitavirkjunum og stóriðju

Líkanið sýnir einnig gróflega dreifingu brennisteinsvetnis frá jarðhitavirkjunum og dreifingu brennisteinsdíoxíðs frá stóriðju á Suðvesturlandi.

Loftgæðaspáin er aðgengileg á spa.loftgaedi.is og í gegnum loftgaedi.is

Image

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra opnaði spálíkanið

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra opnaði spálíkanið formlega í heimsókn hjá Umhverfis- og orkustofnun á Suðurlandsbraut þann 24. febrúar 2025.

óhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Þorsteinn Jóhannsson, loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfis- og orkustofnun, virða fyrir sér nýtt spálíkan um loftgæði.

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í teymi loftgæða og losunarheimilda, virða fyrir sér nýtt spálíkan um loftgæði.

Fleiri fréttir

Skoða
11. september 2025
Hvar eiga loftmengunarefnin upptök sín? Ný yfirlitskort 
Kortlagning á uppsprettum loftmengunarefna sýnir að losun svifryks (PM₁₀) er mest í þéttbýli og meðfram hringveginum, losun köfnunarefnisoxíðs (NOₓ) kemur einkum frá brennslu eldsneytis í farartækjum og losun ammoníaks (NH₃) er fyrst og fremst frá landbúnaði. Loftmengunarefni draga úr loftgæðum og hafa neikvæð áhrif á heilsu fólks. Loftmengunarefni eru til dæmis svifryk, köfnunarefnisoxíð (NOₓ) og þrávirk lífræn efni. Hér fyrir neðan má sjá kort sem sýna hvar svifryk, köfnunarefnisoxíð og ammoníak voru losuð út í andrúmsloftið árið 2023. Kortin sýna aðeins hvaðan loftmengunin kemur en ekki hvernig hún dreifist. Kort fyrir önnur loftmengunarefni má finna í nýjustu landsskýrslu (kafli 8) um losun loftmengunarefna á Íslandi. Svifryk Svifryk getur borist í lungu fólks og fests þar með tilheyrandi heilsuskaða. Því minni sem svifryksagnirnar eru, því dýpra ná þær í lungun. Svifryk hefur verið tengt við aukna tíðni lungnasjúkdóma, krabbameina og hjarta- og æðasjúkdóma. Kort 1 sýnir losun svifryksagna sem eru minni en 10 míkrómetrar (PM₁₀). Áhugavert er að sjá hvernig svifrykslosun fylgir að miklu leyti hringveginum en er sérstaklega mikil í þéttbýlum og þar í kringum. Kort 1: Dreifing losunar svifryksagna minni en 10 míkrómetrar (PM₁₀) árið 2023. Köfnunarefnisoxíð Köfnunarefnisoxíð (NOₓ) er ertandi fyrir öndunarfæri, eykur áhættu á öndunarfærasýkingum og getur stuðlað að astma. Köfnunarefnisoxíð (NOₓ) er samheiti yfir tvær lofttegundir, köfnunarefniseinoxíð (NO) og köfnunarefnistvíoxíð (NO₂). Loftmengun á formi köfnunarefnisoxíðs berst aðallega frá brennslu eldsneytis í skipum og bílum eins og sést á korti 2. Kort 2: Dreifing losunar köfnunarefnisoxíðs (NOₓ) árið 2023. Ammoníak Ammoníak (NH₃) er litlaus og illa lyktandi lofttegund sem veldur óþægindum og áreiti í öndunarvegi og augum. Losun ammoníaks fylgir að mestu leyti landbúnaðarlöndum eins og sést á korti 3. Kort 3: Dreifing losunar ammoníaks (NH₃) árið 2023. Kortlagning losunar loftmengunarefna Umhverfis- og orkustofnun heldur utan um losun loftmengunarefna á Íslandi og tekur saman í skýrslu á hverju ári. Á fjögurra ára fresti er einnig kortlagt hvar losun þessara loftmengunarefnanna á sér stað. Þá er reynt að staðsetja uppsprettur mengunarinnar í rúðuneti fyrir Ísland. Íslandi er þá skipt niður í reiti þar sem hver reitur er 0,1 gráður á kant*. *Vegna þess að breiddargráður og lengdargráður eru ólíkar þá er hver reitur rúmir 11 km í áttina norður-suður og tæpir 5 km í austur-vestur.
2. september 2025
Nýtt hlutverk – 58% meiri afköst í leyfisveitingum 
Við sameiningu Umhverfisstofnunar og Orkustofnunar síðustu áramót tók nýtt leyfateymi við flestum helstu leyfisveitingum í atvinnulífinu.   Þrátt fyrir umrót við sameiningu stofnananna hefur teyminu tekist að ná fram frábærum árangri á fyrsta starfsárinu. Á fyrri helming þessa árs hefur Umhverfis- og orkustofnun gefið út 34 leyfi, sem er 58% aukning í afköstum frá fyrra ári – án þess að fjölga starfsfólki.  Árangurinn skýrist af tvennu:  Sterkara teymi - eitt sameinað þrettán manna teymi getur brugðist við hratt þar sem við þar sem þörfin er mest.  Styttri boðleiðir – einfaldari mál fara nú hraðar í gegnum teymið, á meðan stærri og flóknari mál eru tekin fyrir af forstjóra.  Að auki hefur verið lögð áhersla á gæðamál í nýju stofnuninni. Það hafa verið gerðir nýir verkferlar, eldri verkferlar hafa verið uppfærðir og starfsfólk nýtir nýja gátlista til að flýta fyrir afgreiðslu leyfa.  „Við sjáum þegar mikla samlegð og mun skilvirkara ferli – en við vitum líka að fram undan er mikil vinna við að vinna niður eldri biðlista,“ segir Sverrir Aðalsteinn Jónsson, teymisstjóri í teymi leyfa og umsagna.   Sverrir Aðalsteinn Jónsson, teymisstjóri í teymi leyfa og umsagna.   Fjölbreytt verkefni fyrir atvinnulífið og umhverfið  Teymi leyfa og umsagna sinnir fjölbreyttum verkefnum. Teymið veitir meðal annars:  Leyfi fyrir notkun á erfðabreyttum lífverum  Nýtingarleyfi (fyrir jarðhita, grunnvatni og jarðefnum)  Rannsóknarleyfi (fyrir jarðhita, grunnvatni og jarðefnum)  Starfsleyfi  Virkjunarleyfi  Teymið gefur út einnig út bráðabirgðaheimildir og skrifar lögbundnar umsagnir við mat á umhverfisáhrifum og við gerð skipulagstillagna. Oft er leitað til Umhverfis- og orkustofnunar eftir umsögnum um fjölbreytt umhverfismál og þar spilar teymið stórt hlutverk.   Afgreiðsla leyfa ekki sama og leyfisveiting  Teymi leyfa og umsagna afgreiðir leyfisumsóknir frá atvinnulífinu og í sumum tilfellum er leyfisumsóknum hafnað. Aukin afköst í leyfisveitingum þýðir ekki að slakað sé á kröfum á fyrirtækin sem sækja um, þvert á móti með skilvirkara ferli er hægt að tryggja gæði og vönduð vinnubrögð.    Markmiðið er skýrt: Að gera leyfisferlið einfaldara, gagnsærra og skilvirkara – til bóta bæði fyrir atvinnulífið og umhverfið. 
27. ágúst 2025
Nýjar bráðabirgðatölur: Losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi 2024 
Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi jókst um 1,4% milli 2023 og 2024. Losunin var 11,0 milljón tonn af CO₂ -ígildum (CO₂-íg.) árið 2024. Frá árinu 2005 hefur losunin aukist um 6,6%. Þetta kemur fram í nýjum bráðabirgðatölum um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Samfélagslosun Samfélagslosun Íslands var 2,9 milljón tonn CO₂-íg. árið 2024 og jókst um 2,0% milli 2023 og 2024. Frá árinu 2005 hefur samfélagslosun hins vegar dregist saman um 7,9%.  Breyting í losun milli 2023 og 2024 má að mestu rekja til aukinnar losunar frá jarðvarmavirkjunum og meiri eldsneytisnotkunar fiskiskipa, fiskimjölsverksmiðja og vegna raforkuframleiðslu. Á sama tíma dró þó úr losun í nokkrum undirflokkum samfélagslosunar, meðal annars vegna minni eldsneytisnotkunar í vegasamgöngum, minni losunar vegna kælimiðla og urðunar úrgangs.  Viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS-kerfi)  Losun frá staðbundnum iðnaði á Íslandi sem fellur undir ETS-kerfið var 1,9 milljón tonn CO₂-íg. árið 2024 og jókst um 4,2% milli 2023 og 2024.   Losun frá flugstarfsemi sem fellur undir ETS-kerfið og undir umsjón íslenskra stjórnvalda var 0,63 milljón tonn CO₂-íg. og jókst um 3,2% milli ára.  Losun frá sjóflutningum sem falla undir ETS-kerfið og undir umsjón íslenskra stjórnvalda var 0,088 milljón tonn CO₂-íg.  Af þessum þremur er það einungis losun frá staðbundnum iðnaði sem telst til heildarlosunar Íslands.  Landnotkun (LULUCF)  Losun frá landnotkun var 6,3 milljón tonn CO₂-íg. og breyttist lítið á milli ára.  Töluverðar umbætur hafa átt sér stað í mati á losun frá landnotkun.  Bráðabirgðatölum um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi er skilað til ESB í júlí ár hvert. Þær hafa sögulega gefið góða vísbendingu um þróun losunar. Tölurnar gætu tekið einhverjum breytingum fram að lokaskilum í apríl 2026 þar sem sífellt er unnið að endurbótum á losunarbókhaldi Íslands til að auka gæði og áreiðanleika gagnanna. Síðustu lokaskil voru í apríl 2025 og má finna ítarlega samantekt á þeim gögnum í vefsamantekt um losun gróðurhúsalofttegunda.  <script src="https://code.highcharts.com/highcharts.js"></script> <script src="https://code.highcharts.com/modules/exporting.js"></script> <script src="https://code.highcharts.com/modules/export-data.js"></script> <div id="Heildarlosun-1" style="width: 100%; height: 600px"></div> <script> document.addEventListener("DOMContentLoaded", () => { Highcharts.chart("Heildarlosun-1", { chart: { type: "column", backgroundColor: "#fcfcfc", style: {fontFamily: 'Inclusive Sans',}, spacingBottom: 40, }, credits: { text: "Umhverfis- og orkustofnun", href: "https://ust.is/loft/losun-grodurhusalofttegunda/bradabirgdatolur-um-losun-grodurhusalofttegunda-2024/", position: { y: -10 }, }, title: { text: "Losun Íslands eftir skuldbindingum", }, xAxis: { categories: [ "2005", "2006", "2007", "2008", "2009", "2010", "2011", "2012", "2013", "2014","2015", "2016", "2017", "2018", "2019", "2020", "2021", "2022", "2023", "2024", "2025", "2026", "2027", "2028", "2029", "2030", "2031", "2032", "2033", "2034", "2035", "2036", "2037", "2038", "2039", "2040", "2041", "2042", "2043", "2044", "2045", "2046", "2047", "2048", "2049", "2050", "2051", "2052", "2053", "2054", "2055" ], labels: { rotation: -90, style: { fontSize: '10px' } }, }, yAxis: { title: { text: "Losun gróðurhúsalofttegunda (þús. tonn CO₂-íg.)", }, stackLabels: { enabled: false, style: { fontWeight: "bold" }, }, labels: { formatter: function () { return this.value; }, style: { fontSize: '10px' } }, }, legend: { align: "right", x: -30, verticalAlign: "top", y: 5, floating: false, backgroundColor: Highcharts.defaultOptions.legend.backgroundColor || "white", borderColor: "white", borderWidth: 1, shadow: false, itemStyle: { fontSize: '12px', fontWeight: 'normal' } }, tooltip: { headerFormat: "<b>{key}</b><br/>", pointFormat: "{series.name}: <b>{point.y:.0f}</b> þús. tonn CO₂-íg.<br/>Heildarlosun: <b>{point.stackTotal}</b> þús. tonn CO₂-íg.", }, plotOptions: { column: { stacking: "normal", dataLabels: { enabled: false, }, }, }, series: [ { name: "Innanlandsflug (CO₂)", data: [26, 28, 22, 26, 22, 21, 20, 21, 20, 20, 20, 23, 23, 25, 28, 13, 21, 24, 22, 20, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0], color: "#5B4346", events: { legendItemClick: function () { const chart = this.chart; const target = chart.series.find(s => s.name === "Innanlandsflug (CO₂) (WEM)"); if (target) { target.setVisible(!target.visible); } return false; } } }, { name: "ETS staðbundinn iðnaður", data: [853, 1274, 1415, 1931, 1764, 1783, 1681, 1755, 1771, 1745, 1802, 1775, 1852, 1847, 1788, 1752, 1828, 1875, 1813, 1889], color: "#FF7A64", events: { legendItemClick: function () { const chart = this.chart; const target = chart.series.find(s => s.name === "ETS staðbundinn iðnaður (WEM)"); if (target) { target.setVisible(!target.visible); } return false; } } }, { name: "Samfélagslosun", data: [3215, 3349, 3520, 3381, 3250, 3136, 3028, 2946, 2936, 2985, 2998, 2981, 2985, 3052, 2966, 2814, 2868, 2877, 2809, 2864], color: "#338DE9", events: { legendItemClick: function () { const chart = this.chart; const target = chart.series.find(s => s.name === "Samfélagslosun (WEM)"); if (target) { target.setVisible(!target.visible); } return false; } } }, { name: "Landnotkun", data: [6268, 6321, 6226, 6270, 6325, 6300, 6279, 6284, 6285, 6279, 6270, 6253, 6226, 6214, 6229, 6250, 6257, 6243, 6247, 6269], color: "#00BDA2", events: { legendItemClick: function () { const chart = this.chart; const target = chart.series.find(s => s.name === "Landnotkun (WEM)"); if (target) { target.setVisible(!target.visible); } return false; } } }, { name: "Innanlandsflug (CO₂) (WEM)", data: [0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 25, 25, 25, 25, 24, 24, 24, 24, 23, 23, 22, 21, 19, 18, 15, 13, 11, 8, 6, 5, 3, 2, 2, 1, 1, 1, 0, 0, 0, 0, 0], color: "#DED9DA", showInLegend: false, visible: true }, { name: "ETS staðbundinn iðnaður (WEM)", data: [0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 1809, 1928, 1927, 1928, 1927, 1927, 1928, 1928, 1928, 1928, 1928, 1933, 1931, 1931, 1931, 1932, 1931, 1931, 1930, 1931, 1930, 1930, 1929, 1930, 1929, 1929, 1928, 1929, 1928, 1927, 1927], color: "#FFDDD8", showInLegend: false, visible: true }, { name: "Samfélagslosun (WEM)", data: [0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 2686, 2606, 2571, 2491, 2450, 2403, 2339, 2295, 2254, 2191, 2105, 2025, 1944, 1865, 1785, 1703, 1623, 1552, 1486, 1431, 1374, 1322, 1271, 1224, 1179, 1141, 1108, 1076, 1046, 1019, 993], color: "#D6E8FB", showInLegend: false, visible: true }, { name: "Landnotkun (WEM)", data: [0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 6250, 6228, 6204, 6180, 6150, 6126, 6095, 6065, 6032, 6004, 5983, 5955, 5957, 5926, 5889, 5854, 5804, 5753, 5694, 5630, 5569, 5497, 5422, 5349, 5269, 5184, 5091, 5009, 4918, 4828, 4743 ], color: "#CCF2EC", showInLegend: false, visible: true }, ] }); }); </script> Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi frá 2005 til 2055, skipt eftir skuldbindingum. Grafið sýnir sýnir sögulega losun til og með 2024 og framreiknaða losun frá 2025.
21. ágúst 2025
Námskeið: Meðferð notendaleyfisskyldra plöntuverndarvara og útrýmingarefna
Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands heldur námskeið um meðferð notendaleyfisskyldra plöntuverndarvara og útrýmingarefna dagana 10. – 24. september 2025. Námskeiðið verður kennt í fjarkennslu. Námskeiðið er fyrir þau sem hyggjast sækja um eða endurnýja notendaleyfi fyrir: Plöntuverndarvörum í landbúnaði og garðyrkju, þar með talið garðaúðun Útrýmingarefnum við eyðingu meindýra Hvort tveggja af ofangreindu Einnig er í boði að ljúka einungis námshluta fyrir ábyrgðaraðila í markaðssetningu notendaleyfisskyldra plöntuverndarvara og útrýmingarefna. Þessi kostur hentar aðilum sem starfa sinna vegna hyggjast taka að sér hlutverk ábyrgðaraðila hjá dreifingaraðila notendaleyfisskyldra vara. Námskrá námskeiðsins byggist á ákvæðum í reglugerð um meðferð plöntuverndarvara og útrýmingarefna. Til þess að ljúka náminu þarf að standast próf í lok námskeiðsins. Að námi loknu þurfa þau sem vilja öðlast réttindi til að kaupa og nota notendaleyfisskyldar plöntuverndarvörur og/eða útrýmingarefni að sækja um notendaleyfi til Umhverfis- og orkustofnunar. Dreifandi notendaleyfisskyldra vara skal tilnefna ábyrgðaraðila í gegnum Island.is. Skráning og nánari upplýsingar um námskeiðið eru að finna á heimasíðu Endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands. Umsóknarfrestur er til 8. september 2025.

Kennitala: 700924-1650

Akureyri

Rangárvellir 2, hús 8, IS-603

Reykjavík

Suðurlandsbraut 24, IS-108

Selfoss

Austurvegur 20, IS-800