Merki Umhverfis- og orkustofnunar

Íslendingar æfa björgun og viðbrögð við olíuleka á Norðurskautinu

Starfsmaður á varðskipinu Þór æfir viðbragð við olíumengun í sjó

Fulltrúar Umhverfis- og orkustofnunar og Landhelgisgæslunnar tóku þátt í alþjóðlegri æfingu í Tromsö í Noregi. Þar var björgun og viðbrögð við stórslysum á hafi æfð af þjóðum við Norðurskautið.

Poppkorn í stað olíu

Áhugaverð nýjung á æfingunni var notkun á poppkorni til að líkja eftir olíu sem lekur í sjó. Poppkornið flýtur á yfirborðinu og sést vel úr þyrlum og flugvélum, sem auðveldar þátttakendum að æfa hvernig á að kortleggja og safna menguninni saman í sérstakar olíugirðingar.

Image

Poppkorn var notað til að líkja eftir olíu í sjónum.

Æfðu viðbrögð við skipsskaða og olíuleka

Varðskipið Þór tók þátt í æfingunni og með í áhöfninni var forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar, Gestur Pétursson. Æfingin fól bæði í sér leit og björgun vegna skipskaða og að bregðast við olíuleka – frá flutningaskipi og farþegaskipi.

Image

Varðskipið Þór tók þátt í æfingunni og sést hér á siglingu úti fyrir Tromsö.

Sigríður Kristinsdóttir, teymisstjóri í teymi mengunareftirlits hjá Umhverfis- og orkustofnun, og Einar Valsson, skipherra á Freyju hjá Landhelgisgæslunni, hafa tekið þátt í undirbúningi undanfarið ár. Þau tóku þátt í æfingunni frá stjórnstöð.

Image

Olíuupptökutækið um borð í Þór.

Samstarf um öruggari og umhverfisvænni siglingar

Æfingin er hluti af samstarfi innan Arctic Coast Guard Forum, þar sem landhelgisgæslur Norðurskautsríkja vinna saman að öruggari og umhverfisvænni siglingastarfsemi á norðurslóðum. Æfingar sem þessi fara fram annað hvert ár.

Fleiri fréttir

Skoða
8. október 2025
Einhugur um samvinnu og framtíð í jafnvægi – Loftslagsdagurinn 2025
Yfir 500 þátttakendur tóku þátt í Loftslagsdeginum þann 1. október 2025. Yfirskrift dagsins, „Framtíð í jafnvægi – Hvernig finnum við jafnvægi milli náttúru og aðgerða?“, var leiðarljós allra erinda og umræðna. Viðburðurinn fór fram í Hörpu og í streymi og var vel sóttur af fjölbreyttum hópi fulltrúa úr röðum almennings, stjórnvalda, vísindafólks, atvinnulífs og nemenda. Færri komust að en vildu í Hörpu. Metnaðarfull markmið skila okkur lengra Gestur Pétursson, forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar, opnaði Loftslagsdaginn með ávarpi þar sem hann líkti baráttunni við loftslagsvána við ferðalag á ókannað landsvæði. Í ávarpinu lagði hann áherslu á að metnaðarfull markmið séu lykillinn að árangri. „Metnaðarfull markmið skila okkur lengra en þegar markmiðin byggjast einungis á lágmarkskröfum til okkar sjálfra“ sagði Gestur. Hann benti á að Ísland hafi þegar stigið mikilvæg skref, meðal annars með markmiðinu um kolefnishlutleysi árið 2040, og undirstrikaði að verkefnið krefjist samstöðu stjórnvalda, atvinnulífs, vísindasamfélags og almennings. „Með metnaði, jákvæðu hugarfari og sameiginlegri ábyrgð munum við ná langt“ sagði Gestur að lokum. Gestur Pétursson, forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar, flutti opnunarávarp. Góðar og slæmar fréttir úr losunarbókhaldi Birgir Urbancic Ásgeirsson, sérfræðingur í teymi losunarbókhalds, flutti erindi um nýjustu gögn og stöðu losunar gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Hann fór yfir helstu flokka losunar og greindi þróun undanfarinna ára. Birgir lagði áherslu á nokkrar góðar fréttir í erindi sínu: Sexföldun á bindingu kolefnis í skóglendi síðan um síðustu aldamót 30% samdráttur í losun frá urðun úrgangs á síðustu 20 árum Yfir 90% samdráttur í innflutningi á kæliefnum sem eru sterkar gróðurhúsalofttegundir á síðustu 6 árum 40% samdráttur í olíunotkun fiskiskipa frá aldamótum Birgir fjallaði einnig um áskoranir fram undan: Endurheimt votlendis gengur hægt Enn of mikil olíunotkun, þar með talið í bílum Losun frá landbúnaði og iðnaði hefur lítið breyst Kynningin byggði á nýjum bráðabirgðatölum um sögulega losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi sem komu út nýlega ásamt framreikningum um losun byggðir á forgangsaðgerðum ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem voru kynntar í september 2025.   Birgir Urbancic Ásgeirsson fjallaði um losunarbókhald Íslands á mannamáli. Spáð í orkuspilin Losun gróðurhúsalofttegunda frá fiskiskipum gætið minnkað um 49% árið 2030 frá 2005. Aflaverðmætið hefur aukist um 95% frá árinu 2005. Þannig hefur skilvirkni aukist og fiskiskipin skapa meira verðmæti fyrir hverja losunareiningu. Þetta kom fram í erindi Jóns Ásgeirs Haukdal Þorvaldssonar, teymisstjóra í teymi orkuskipta og orkunýtni um stöðu orkumála á Íslandi. Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson rýndi í orkutölurnar. Jón Ásgeir spáði fyrir um hvernig nýjar forgangsaðgerðir ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum munu hafa áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda í flokknum „samfélagslosun“: 38% samdráttur í losun frá jarðefnaeldsneyti (8% frá vegasamgöngum, 49% frá fiskiskipum og 71% vegna annars bruna) 4% samdráttur í losun frá landbúnaði 24% samdráttur í losun frá F-gösum og jarðvarmavirkjunum 49% samdráttur frá úrgangi Samanlagt yrði 28% samdráttur frá samfélagslosun en Ísland er með markmið um  41% samdrátt árið 2030 gagnvart Parísarsamningnum. Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri á sviði orkuskipta og hringrásarhagkerfis, fjallaði um orkuskipti. Hann bar meðal annars saman stöðu orkuskipta í vegasamgöngum og á hafi. Lokaorð Sigurðar voru: „Á þessum 8 mínútum spöruðu rafbílar innflutning á um 750 lítrum af erlendri olíu, sem gerir 1.700 kg minni losun CO₂ - eru orkuskiptin ekki bara rugl?“ Hringrás lífsgæða og hamingju Nicole Keller, teymisstjóri í teymi losunarbókhalds, biðlaði til stjórnenda á vinnustöðum að nýta öll tækifæri til að skapa vinnuumhverfi þar sem starfsfólki líður vel, það væri loftslagsmálum í hag. Vellíðan leiðir til betri ákvarðana sem leiða aftur til meiri vellíðan og betri lífsgæða. „Ástand taugakerfisins mótar hvort við erum þröngsýn og hrædd við breytingar eða getum hugsað stórt, sótt fram, og tekið góðar ákvarðanir“ sagði Nicole. Þorbjörg Sandra Bakke, teymisstjóri í teymi hringrásarhagkerfis, fjallaði um hvernig hringrásarhagkerfið getur beinlínis aukið hamingju. Til dæmis getur einföld aðgerð eins og að fá lánað hjá nágrönnum aukið vellíðan og eflt tengsl. Hvað eru lífsgæði? spurði Nicole Keller. Jörðin sem ég ann Fjórar kynslóðir sameinuðust í söng á Loftslagsdaginn. Kór náttúruverndarsamtakanna Aldin, kór FÍH, Ljóti kórinn og kór Mýrarhúsaskóla fluttu „Jörðin sem ég ann“ eftir Magnús Þór Sigmundsson. Magnús var viðstaddur í salnum. Atriðið hlaut mikið lof og standandi lófaklapp. Atriðið var skipulagt af Aldin en kórstjórar voru Nanna Hlíf Ingvadóttir og Una Stefánsdóttir.
6. október 2025
Ísland aðstoðar Búlgaríu við að þróa löggjöf um jarðhita
Í sex mánaða samstarfsverkefni Umhverfis- og orkustofnunar og orkumálaráðuneytis Búlgaríu hefur verið unnið að umbótum á regluverki landsins um jarðhita. Verkefnið var styrkt af Uppbyggingarsjóði EES og miðar að því að efla sjálfbæra orkunýtingu og styðja við græn orkuskipti í Evrópu. Skýrari og einfaldari löggjöf Markmið verkefnisins var að móta sérhæfða löggjöf fyrir nýtingu jarðhita í Búlgaríu og aðgreina hana frá öðrum jarðefnaeldsneytisauðlindum. Með nýju regluverki verður auðveldara að nýta jarðhita á hagkvæman og öruggan hátt, auka fjárfestingar og stuðla að sjálfbærri orkuvinnslu. Íslensk þekking leiðir veginn Umhverfis- og orkustofnun stýrði verkefninu í samstarfi við búlgarska orkumálaráðuneytið og ráðgjafarfyrirtækið Elements by BBA//Fjeldco, auk íslenskra fyrirtækja á borð við ÍSOR, Verkís, Intellecon og Reykjavik Geothermal. Hópurinn vann greiningu á gildandi löggjöf og lagði fram tillögur að einföldun leyfisferla, auknu gagnsæi og betri aðgangi að gögnum. „Það er mikilvægt að íslensk fyrirtæki miðli af þeirri þekkingu sem hér hefur skapast í rannsóknum og þróun jarðhita,“ segir Baldvin Björn Haraldsson, stjórnarformaður Elements by BBA//Fjeldco. Baldur Pétursson, verkefnastjóri hjá Umhverfis- og orkustofnun, bætir við: „Verkefnið sýnir hvernig íslensk reynsla getur nýst öðrum ríkjum við að efla sjálfbærni og orkuöryggi.“

Kennitala: 700924-1650

Akureyri

Rangárvellir 2, hús 8, IS-603

Reykjavík

Suðurlandsbraut 24, IS-108

Selfoss

Austurvegur 20, IS-800