Kallað eftir umsögnum um drög að nýrri stefnu og aðgerðaráætlun í úrgangsforvörnum

Drög að nýrri stefnu og aðgerðaráætlun í úrgangsforvörnum hafa verið birt á Samráðsgátt stjórnvalda og eru öll hvött til að senda inn umsögn um drögin. Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytið ber ábyrgð á útgáfu stefnu og aðgerðaráætlunar.








