Til baka

27 janúar 2025

Námskeið: Meðferð notendaleyfisskyldra plöntuverndarvara og útrýmingarefna

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands heldur námskeið um meðferð notendaleyfisskyldra plöntuverndarvara og útrýmingarefna dagana 4. – 18. mars 2025. Námskeiðið verður kennt í fjarkennslu.

Námskeiðið er fyrir þau sem hyggjast sækja um eða endurnýja notendaleyfi fyrir:

  • Plöntuverndarvörum í landbúnaði og garðyrkju, þar með talið garðaúðun
  • Útrýmingarefnum við eyðingu meindýra
  • Hvort tveggja af ofangreindu

Einnig er í boði að ljúka einungis námshluta fyrir ábyrgðaraðila í markaðssetningu notendaleyfisskyldra plöntuverndarvara og útrýmingarefna. Þessi kostur hentar aðilum sem starfa sinna vegna hyggjast taka að sér hlutverk ábyrgðaraðila hjá dreifingaraðila notendaleyfisskyldra vara.

Námskrá námskeiðsins byggist á ákvæðum í reglugerð um meðferð plöntuverndarvara og útrýmingarefna. Til þess að ljúka náminu þarf að standast próf í lok námskeiðsins.

Að námi loknu þurfa þau sem vilja öðlast réttindi til að kaupa og nota notendaleyfisskyldar plöntuverndarvörur og/eða útrýmingarefni að sækja um notendaleyfi til Umhverfis- og orkustofnunar. Dreifandi notendaleyfisskyldra vara skal tilnefna ábyrgðaraðila í gegnum Island.is.

Skráning og nánari upplýsingar um námskeiðið eru að finna á heimasíðu Endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands.

Umsóknarfrestur er til 28. febrúar 2025.

Við erum á samfélagsmiðlum

Facebook merki

Umhverfis- og orkustofnun

Suðurlandsbraut 24

108 Reykjavík

--

Rangárvellir 2, hús 8

603 Akureyri

Hafa samband

Netfang: uos@uos.is

Sími: 569 6000

Opið fyrir símtöl milli kl. 8:30 og 15 alla virka daga

Kennitala: 7009241650