Merki Umhverfis- og orkustofnunar

Námskeið: Meðferð notendaleyfisskyldra plöntuverndarvara og útrýmingarefna

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands heldur námskeið um meðferð notendaleyfisskyldra plöntuverndarvara og útrýmingarefna dagana 4. – 18. mars 2025. Námskeiðið verður kennt í fjarkennslu.

Námskeiðið er fyrir þau sem hyggjast sækja um eða endurnýja notendaleyfi fyrir:

  • Plöntuverndarvörum í landbúnaði og garðyrkju, þar með talið garðaúðun
  • Útrýmingarefnum við eyðingu meindýra
  • Hvort tveggja af ofangreindu

Einnig er í boði að ljúka einungis námshluta fyrir ábyrgðaraðila í markaðssetningu notendaleyfisskyldra plöntuverndarvara og útrýmingarefna. Þessi kostur hentar aðilum sem starfa sinna vegna hyggjast taka að sér hlutverk ábyrgðaraðila hjá dreifingaraðila notendaleyfisskyldra vara.

Námskrá námskeiðsins byggist á ákvæðum í reglugerð um meðferð plöntuverndarvara og útrýmingarefna. Til þess að ljúka náminu þarf að standast próf í lok námskeiðsins.

Að námi loknu þurfa þau sem vilja öðlast réttindi til að kaupa og nota notendaleyfisskyldar plöntuverndarvörur og/eða útrýmingarefni að sækja um notendaleyfi til Umhverfis- og orkustofnunar. Dreifandi notendaleyfisskyldra vara skal tilnefna ábyrgðaraðila í gegnum Island.is.

Skráning og nánari upplýsingar um námskeiðið eru að finna á heimasíðu Endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands.

Umsóknarfrestur er til 28. febrúar 2025.

Fleiri fréttir

Skoða
27. janúar 2026
Stjórnvaldssekt lögð á þrotabú Fly Play hf.
Umhverfis- og orkustofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á þrotabú Fly Play hf. að upphæð 2.347.677.600 krónur. Sektin er lögð á þar sem engum losunarheimildum var skilað fyrir tilskilinn frest vegna losunar frá starfsemi Fly Play hf. á árinu 2024. Heildarlosun Fly Play hf. á árinu 2024, samkvæmt vottaðri losunarskýrslu félagsins, var 164.865 tonn CO₂. Félaginu bar því að standa skil á 164.865 losunarheimildum vegna losunar á árinu 2024, fyrir 30. september 2025, en eitt tonn af CO₂ jafngildir einni losunarheimild. Fjárhæð stjórnvaldssektarinnar er lögbundin og samsvarar 100 evrum í íslenskum krónum vegna hverrar losunarheimildar sem ekki er staðið skil á. Miðað er við viðmiðunargengi Seðlabanka Íslands þann 30. september 2025. Greiðsla sektarinnar hefur ekki áhrif á skyldu til að standa skil á losunarheimildum vegna losunar frá starfsemi Fly Play hf. á árinu 2024. Um ákvörðunina Ísland er aðili að viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir sem miðar að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaði, flugi og skipaflutningum. Stjórnvaldssektin var lögð á í samræmi við 1. mgr. 30. gr. laga nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.   Þrotabú Fly Play hf. getur skotið ákvörðun um álagningu sektarinnar i til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins innan þriggja mánaða frá móttöku hennar.

Kennitala: 700924-1650

Akureyri

Rangárvellir 2, hús 8, IS-603

Reykjavík

Suðurlandsbraut 24, IS-108

Selfoss

Austurvegur 20, IS-800