Merki Umhverfis- og orkustofnunar

Óbreyttir styrkir til rafbílakaupa

Malbikaður vegur

Orkusjóður mun áfram styrkja kaup á rafbílum með sama hætti og gert var árið 2024. Upphæðir eru óbreyttar og kaupendur geta sótt um styrk á Island.is

Styrkir eru í boði fyrir ökutæki í flokki fólksbifreiða (M1) og sendibifreiða (N1) sem eru undir 10 m.kr. að kaupverðmæti:

  • Ný ökutæki í flokki M1 að kaupverðmæti undir 10 m.kr. eru styrkhæf að upphæð 900.000 kr.
  • Ný ökutæki í flokki N1 að kaupverðmæti undir 10 m.kr. eru styrkhæf að upphæð 500.000 kr.

Meira um rafbílastyrki

Fleiri fréttir

Skoða
9. nóvember 2025
10 tonn af textílúrgangi á dag
Íslendingar losa sig við hátt í 10 tonn af fötum á dag. Gæði á fötum fara dvínandi. Aðeins um lítill hluti af fötunum kemst í endurnotkun innanlands. Saman gegn sóun og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa blásið til herferðar til að vekja athygli á textílvandanum. Markmið herferðarinnar er að hvetja fólk til að: Kaupa minna Nýta betur þann textíl sem það á Ókeypis sendingarkostnaður, rándýr langtímaáhrif Frá árinu 2023 hafa sveitarfélög borið ábyrgð á því að safna fötum, skóm og öðrum textíl sem íbúar vilja losa sig við. Söfnun, flutningur og önnur meðhöndlun á þessum úrgangi hefur reynst sveitarfélögunum mjög íþyngjandi og kostnaðarsöm. Þessum kostnaði væri betur varið í önnur verkefni innan sveitarfélaganna. Föt í verri gæðum Eftirspurn eftir notuðum fötum hefur dregist mikið saman á heimsvísu. Ástæðuna má rekja til uppgangs hraðtísku og aukinna fatakaupa. Á sama tíma og magnið hefur aukist hafa gæði fatanna versnað. Í dag endar hluti notaða textílsins sem sendur er úr landi í brennslu til orkuendurnýtingar. Það er textíll sem hvorki er hæfur til endurnotkunar né endurvinnslu vegna gæða. Brennsla til orkuendurnýtingar er skárri leið fyrir notuð föt en urðun. Besta leiðin er auðvitað að minnka sóun og nýta fötin sín vel og lengi. Mikilvægt að flokka Enn er mikilvægt að fólk haldi áfram að flokka textíl rétt. Endurvinnsla, endurnotkun og endurnýting á textíl er mun skárri leið fyrir umhverfið en að láta urða hann. Hvað er hægt að gera? Það er margt sem við getum gert til að vera partur af lausninni. Það mikilvægasta er að draga úr neyslu þar sem innkaupin ráðast í dag að miklu leyti af löngun en ekki þörfum. Einnig eru til ýmis ráð til að auka líftíma fatnaðar, sem samræmist hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins. Kaupa minna af fötum Nota fötin lengur Kaupa notað Leigja eða fá lánaðar flíkur við sérstök tilefni Koma fötum í áframhaldandi notkun Skila fötum á rétta staði Eftirspurn eftir notuðum fötum hefur dregist mikið saman á heimsvísu.
13. nóvember 2025
Arctic Bio Hack: Íslenska sauðkindin í brennidepli
Íslenska sauðkindin var í sviðsljósinu í norrænum hugmyndahraðli á sviði líftækni og hringrásarlausna sem fór fram í Reykjavík um miðjan október. Yfirskriftin var Arctic Bio Hack. Þátttakendur frá Grænlandi, Færeyjum, Íslandi og Noregi unnu að nýjum leiðum til að nýta hliðarafurðir úr landbúnaði, með áherslu á ull, blóð, bein og innyfli. Markmiðið var að breyta „úrgangi“ í verðmæti og finna loftslagsvænar og staðbundnar lausnir með verðmætasköpun að leiðarljósi. Nýstárlegar hugmyndir til að fullnýta afurðir Hugmyndirnar sem spruttu upp í hraðlinum spönnuðu vítt svið. Til dæmis: Aðferð til að þurrka blóð sem hluta af vinnsluferli sláturhúsa og einangra þannig mikilvæg bætiefni sem nýtast í önnur matvæli. Eldtefjandi húðunarefni unnið úr duftuðum beinum. Tveggja daga dagskrá Hraðallinn stóð yfir í tvo daga. Fyrri daginn var lögð áhersla á að veita þátttakendum innblástur, að móta teymi og kynna verkfæri eins og Lean Canvas. Seinni daginn fengu þátttakendur þjálfun í kynningum. Í lok hraðalsins höfðu myndast fjögur teymi sem kynntu frumlegar hugmyndir og skýrar verkáætlanir um næstu skref. Flytja þekkingu milli landa og atvinnugreina Arctic Bio Hack sýnir að samvinna þvert á lönd og landsvæði er mikilvæg fyrir nýsköpun. Með því að fá ólíka aðila að sama borði færist þekking á milli landa og atvinnugreina. Það hraðar framþróun, eykur líkur á nýjum lausnum og styrkir nýsköpunarumhverfið. Þátttakendahópurinn var mjög fjölbreyttur. Þar á meðal voru: Sauðfjárbændur. Líefnafræðingar. Hönnuðir. Landsliðsmenn í matreiðslu. Raðfrumkvöðlar. Umhverfisfræðingar. Aðilar úr vinnslu og rannsóknum. „Vikan í Reykjavík var ótrúlega hvetjandi. Sama hvort unnið er með fisk eða kind, þá eru áskoranirnar þær sömu og tækifærin líka,“ sagði Andreas Lyhammer sem tók þátt í Arctic Bio Hack í annað sinn. Heimsókn hans undirstrikar hvernig Arctic Bio Hack tengir saman hugvit og iðnað. Fyrirtækið hans Havdis var stofnað út frá vinnu Arctic Bio Hack í sumar. Þar var áhersla á fullnýtingu þorsks. Samstarfsverkefni Arctic Bio Hack á Íslandi er samstarfsverkefni KLAK - Icelandic Startups, VIS, Bioregion Institute og Hringrásarklasans hjá Umhverfis- og orkustofnun sem tengir saman hugvit, vísindi og iðnað. Fulltrúar Umhverfis- og orkustofnunar í Arctic Bio Hack hraðlinum voru Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis, Þorbjörg Sandra Bakke teymisstjóri í teymi hringrásarhagkerfis og Halla Einarsdóttir, verkfræðingur á skrifstofu forstjóra.
10. nóvember 2025
Styrkir til orkusparandi aðgerða í gróðurhúsum
Í ljósi góðs árangurs fyrri úthlutunar til orkusparandi aðgerða í gróðurhúsum hefur Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, ákveðið að ráðstafa aukalega 100 milljónum króna í verkefnið. Um er að ræða framhald fyrri úthlutunar sem hvetur til fjárfestinga í orkusparandi tækni og búnaði í ylrækt. Loftslags- og orkusjóði hefur verið falið að hafa umsjón með úthlutun styrkjanna. Markmið styrkjanna er að draga úr orkunotkun í gróðurhúsum og bæta orkunýtni, meðal annars með innleiðingu á LED-ljósum og öðrum orkusparandi búnaði. Slíkar aðgerðir skila sér í lægri rekstrarkostnaði fyrir bændur og stuðla að minni orkuþörf samfélagsins í heild. Um veitingu styrkja fer samkvæmt reglugerð nr. 1566/2024 um Loftslags- og orkusjóð. Styrkhæfi verkefna og áherslur Styrkir verða veittir til framleiðenda garðyrkjuafurða. Áhersla skal fyrst og fremst lögð á að styrkja verkefni sem falla að hlutverki sjóðsins, og horft verður til eftirfarandi forgangsröðunar við úthlutun: Verkefni sem skila mestum orkusparnaði á hverja styrkkrónu. Verkefni sem auka rekstrarhagkvæmni í rekstri gróðurhúss. Lausnir sem auka tæknivæðingu og samkeppnishæfni greinarinnar. Verkefni sem nýtast sem fyrirmynd fyrir aðra í greininni. Hvort verkefni hafi áður hlotið stuðning frá Loftslags- og orkusjóði. Styrkhlutfall og styrkfjárhæðir Hámarksstyrkhlutfall og styrkfjárhæð í úthlutunum fyrir styrki vegna framleiðenda garðyrkjuafurða skal vera 40% af heildarkostnaði fjárfestingar (án vsk.) og að hámarki 15 m.kr. fyrir hvern framleiðanda garðyrkjuafurða. Skipting greiðslna til styrkþega skal vera eftirfarandi: Framvindugreiðsla, 70%, greiðist samkvæmt samningi og framlagningu gagna um framvindu verkefnis. Lokagreiðsla, 30% af styrkupphæð, fer fram þegar verkefni er lokið og lokaskýrslu um framkvæmd verks er skilað og hún samþykkt af Loftslags- og orkusjóði. Fylgigögn Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn: Upplýsingar um umsækjanda eða umsækjendur, aðra þátttakendur og samstarfsaðila, ef einhverjir eru. Nafn, kennitala og símanúmer þess sem annast samskipti við sjóðinn. Lýsing á verkefninu og því hvernig það samræmist markmiðum og áherslum styrkveitinga, þar á meðal 30. gr. reglugerðar nr. 1566/2024 um Loftslags- og orkusjóð. Tíma- og verkáætlun. Sundurliðuð fjárhagsáætlun verkefnis og upplýsingar um fjármögnun. Umsóknarfrestur Umsóknarfrestur er til 15. desember 2025. Sótt er um á www.orkusjodur.is

Kennitala: 700924-1650

Akureyri

Rangárvellir 2, hús 8, IS-603

Reykjavík

Suðurlandsbraut 24, IS-108

Selfoss

Austurvegur 20, IS-800