Merki Umhverfis- og orkustofnunar

Óbreyttir styrkir til rafbílakaupa

Malbikaður vegur

Orkusjóður mun áfram styrkja kaup á rafbílum með sama hætti og gert var árið 2024. Upphæðir eru óbreyttar og kaupendur geta sótt um styrk á Island.is

Styrkir eru í boði fyrir ökutæki í flokki fólksbifreiða (M1) og sendibifreiða (N1) sem eru undir 10 m.kr. að kaupverðmæti:

  • Ný ökutæki í flokki M1 að kaupverðmæti undir 10 m.kr. eru styrkhæf að upphæð 900.000 kr.
  • Ný ökutæki í flokki N1 að kaupverðmæti undir 10 m.kr. eru styrkhæf að upphæð 500.000 kr.

Meira um rafbílastyrki

Fleiri fréttir

Skoða
27. janúar 2026
Stjórnvaldssekt lögð á þrotabú Fly Play hf.
Umhverfis- og orkustofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á þrotabú Fly Play hf. að upphæð 2.347.677.600 krónur. Sektin er lögð á þar sem engum losunarheimildum var skilað fyrir tilskilinn frest vegna losunar frá starfsemi Fly Play hf. á árinu 2024. Heildarlosun Fly Play hf. á árinu 2024, samkvæmt vottaðri losunarskýrslu félagsins, var 164.865 tonn CO₂. Félaginu bar því að standa skil á 164.865 losunarheimildum vegna losunar á árinu 2024, fyrir 30. september 2025, en eitt tonn af CO₂ jafngildir einni losunarheimild. Fjárhæð stjórnvaldssektarinnar er lögbundin og samsvarar 100 evrum í íslenskum krónum vegna hverrar losunarheimildar sem ekki er staðið skil á. Miðað er við viðmiðunargengi Seðlabanka Íslands þann 30. september 2025. Greiðsla sektarinnar hefur ekki áhrif á skyldu til að standa skil á losunarheimildum vegna losunar frá starfsemi Fly Play hf. á árinu 2024. Um ákvörðunina Ísland er aðili að viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir sem miðar að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaði, flugi og skipaflutningum. Stjórnvaldssektin var lögð á í samræmi við 1. mgr. 30. gr. laga nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.   Þrotabú Fly Play hf. getur skotið ákvörðun um álagningu sektarinnar i til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins innan þriggja mánaða frá móttöku hennar.

Kennitala: 700924-1650

Akureyri

Rangárvellir 2, hús 8, IS-603

Reykjavík

Suðurlandsbraut 24, IS-108

Selfoss

Austurvegur 20, IS-800