Hefurðu skoðað Orkuspá Íslands?

Merki Umhverfis- og orkustofnunar

Skýrsla um matarsóun á Íslandi

Pizza á leið í ruslið

Matarsóun á Íslandi jafngildir um 160 kílóum á hvern íbúa á ári. Tæpur helmingur allrar matarsóunar á sér stað í frumframleiðslu matvæla en um 40% á heimilum.

Þetta sýna niðurstöður mælinga Umhverfis- og Orkustofnunar. Stofnunin hefur í fyrsta sinn mælt matarsóun í allri virðiskeðju matvæla eftir staðlaðri aðferðafræði Evrópusambandsins. Niðurstöðurnar hafa verið kynntar áður en nákvæm skýrsla var að koma út, skýrslan er á ensku og hana má finna hér. Í skýrslunni er greint frá aðferðarfræði, helstu skilgreiningum og niðurstöðum rannsóknarinnar.

Ísland hefur sett sér markmið um að draga úr matarsóun, bæði sem hluti af aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og sem hluta af framlagi okkar til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Lágmörkun matarsóunar er loftslagsmál, efnahagsmál og mikilvægur þáttur í innleiðingu hringrásarhagkerfisins.

Hvar er mat sóað - graf

Mælingarnar á matarsóun náðu yfir alla hlekki virðiskeðjunnar

Hvar er mat sóað?

Mælingarnar á matarsóun náðu yfir alla hlekki virðiskeðjunnar, þ.e.a.s. frumframleiðslu, vinnslu, framleiðslu, dreifingu og smásölu matvæla, veitingahús, matarþjónustu og heimili. Niðurstöðurnar sýna að matarsóun er fyrst og fremst í frumframleiðslu annars vegar og hins vegar á heimilum.

Matarsóun í frumframleiðslu skýrist fyrst og fremst af umfangsmiklum sjávarútvegi, en þar hefur framleiðslumagnið mest að segja á meðan nýtingin virðist vera góð. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að matarsóun á heimilum hafi ekki aukist frá mælingum árin 2016 og 2019 heldur hafi nokkurn veginn staðið í stað. Erfitt er hins vegar að alhæfa um breytingarnar milli ára þar sem um breytta aðferðafræði er að ræða.

Einna mikilvægast er að minnka matarsóun á heimilum í landinu. Þar tapast mestu verðmætin.  Auk þess verða mestu umhverfisáhrifin þegar mat er sóað á heimilum. Verð á matvælum hefur hækkað nokkuð hratt undanfarið og því til mikils að vinna að draga úr matarsóun með það að markmiði að bæta stöðu heimilanna. Að því sögðu er verkefnið þó ekki einkamál heimilanna og fyrirtæki og framleiðendur þurfa að leggja sitt af mörkum með því að hanna og markaðssetja vörur sínar með matarsóun á heimilum í huga.

Image

Matarsóun í fjórum af fimm hlekkjum virðiskeðjunnar er undir meðaltali Evrópu

Ísland kemur vel út

Matarsóun í fjórum af fimm hlekkjum virðiskeðjunnar er undir meðaltali Evrópu.

Sóun í vinnslu og framleiðslu, smásölu og dreifingu og matarþjónustugeiranum mælist nokkuð undir meðaltali í Evrópu. Umfang matarsóunar á heimilum er svipað því sem gengur og gerist í öðrum Evrópuríkjum. Sóun í frumframleiðslu er nokkuð yfir meðaltali í en helst í hendur við mikla matvælaframleiðslu á hvern Íslending.

Metnaðarfull markmið

Aðgerðaáætlunin, Minni matarsóun, sem ýtt var úr vör haustið 2021 inniheldur 24 aðgerðir sem  draga eiga úr matarsóun og stuðla að því að settum markmiðum Íslands um að minnka matarsóun um 30% fyrir árið 2025 og um 50% fyrir árið 2030 verði náð. Mælingarnar í skýrslunni verða notaðar sem grunnlína vegna þessara markmiða.

Staðan á aðgerðunum nú í byrjun árs 2025 er þessi:

Staða aðgerða-tafla

Aðgerðaáætlunin Minni matarsóun inniheldur 24 aðgerðir og svona er staða þeirra í byrjun árs 2025

Image

Ítarefni um matarsóun og rannsóknir

Fleiri fréttir

Skoða
1. desember 2025
Orkuspá Íslands 2025 - 2050: Mikil óvissa framundan og þörf á skýrri stefnumörkun 
Ný orkuspá fyrir Ísland, unnin í sameiningu af Landsneti, Umhverfis- og orkustofun, og Raforkueftirlitinu, sýnir að fram undan eru umtalsverðar áskoranir og mikil óvissa í þróun raforkumála. Orkuspáin var kynnt í Hörpu þann 1. desember. Spáin gerir ráð fyrir hægari aukningu í raforkunotkun en áður var talið. Ástæður eru meðal annars seinkanir í virkjunarframkvæmdum, óvissa um uppbyggingu vindorku, og samdráttur í eftirspurn stórnotenda, einkum í kísilmálm- og gagnaversiðnaði.  Aukning í framboði raforku verður því hægari en áður var spáð. Þá hafa bilanir, tollar og breytt alþjóðlegt efnahagsumhverfi áhrif á markaðinn. Hægari uppbygging nýrra viðskiptavina eykur enn á óvissuna.  Þrátt fyrir þetta má sjá jákvæða þróun í orkuskiptum innanlands, þar sem þau hafa þegar skilað samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda auk þess sem vaxtatækifæri eru til staðar hjá gagnaverum og nýr iðnaður er að vaxa. Hins vegar er ljóst að markmið stjórnvalda um kolefnishlutleysi árið 2030 munu ekki nást án frekari aðgerða og skýrari stefnumörkunar.  Orkuspánni er ætlað að varpa ljósi á stöðu og þróun orkumála á Íslandi og skapa um leið umræðu um orkumál.   „Þessi spá sýnir meiri óvissu en oft áður, en um leið ýmis tækifæri til að lágmarka hana og mæta þeim markmiðum sem sett hafa verið um orkuskipti og hagvöxt. Það er ljóst að öflugt flutningskerfi raforku mun leika lykilhlutverk í því að ná þessum markmiðum,“ segir Ragna Árnadóttir, forstjóri Landsnets.    Mynd: Gestur Pétursson, forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar. „Orkuspá Íslands er ekki pólitísk yfirlýsing, hún er verkfæri. Hún er landakort sem gefur okkur innsýn inn í hvað er framundan. Og eins og allir vita að þá eru góð landakort verkfæri sem gera okkur kleift að ná áfangastað á öruggan hátt,“ segir Gestur Pétursson, forstjóri Umhverfis og orkustofnunar.  Um er að ræða bæði grunn- og háspá, sem skiptist í raforku-, orkuskipta- og jarðvarmaspá. Hægt er að nálgast helstu niðurstöður á vefnum orkuspaislands.is, sem Jóhann Páll Jóhannsson ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagmála opnaði á kynningarfundinum. Mynd: Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Gerð orkuspár Íslands er afrakstur náinnar samvinnu Landsnets, Umhverfis- og orkustofnunar og Raforkueftirlitsins. Þetta samstarf tryggir að spáin byggi á traustum grunni, sameiginlegri þekkingu og heildstæðu yfirliti yfir þróun orkumála í landinu. Slík samvinna er lykilforsenda þess að hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir um orkuskipti, uppbyggingu innviða og framtíðarhagvöxt.   
27. nóvember 2025
Viðurkenningar fyrir árangur í orkuskiptum ríkisflotans 2025
Í tilefni Loftslagsdagsins þann 1. október 2025, veitti Umhverfis- og orkustofnun í annað sinn viðurkenningar fyrir árangur í orkuskiptum ríkisflotans. Fyrsta viðurkenningaútgáfan fór fram árið 2024 og markaði upphaf hvatakerfis sem ætlað er að styðja við aðgerðina Full orkuskipti ríkisflota og samgönguþjónustu fyrir 2030. Markmiðið er skýrt, að allar fólks- og sendibifreiðar í eigu og notkun ríkisins verði alfarið knúnar endurnýjanlegri, íslenskri orku í lok árs 2029. Rafknúnar samgöngur hafa í dag reynst hagkvæmar, áreiðanlegar og vel til þess fallnar að sinna fjölbreyttum verkefnum ríkisstofnana. Aðgerðin og hvatakerfið Aðgerðin var unnin í samstarfi við Bílgreinasambandið, sem hefur staðfest að tæknilegir annmarkar standi ekki í vegi fyrir orkuskiptum í flokki fólks- og sendibíla á næstu árum. Nýjar gerðir rafbíla munu áfram styrkja innleiðinguna fram til ársins 2030. Til að hvetja til framfara fylgist Umhverfis- og orkustofnun með hlutfalli hreinorkubíla í flotum stofnana út frá gögnum Samgöngustofu. Fyrir hvert árangursþrep fá stofnanir viðurkenningar á veggspjaldi með skafmiðum: brons (30%), silfur (60%), gull (90%) og platína (100%). Vinna er hafin við endurbætur á Grænu skrefunum og er stefnt að því að hvatakerfi orkuskiptanna færist inn í þann ramma þegar endurbótum lýkur. Vörðum fyrir árangur í orkuskiptum er skipt niður í 4 þrep, 30, 60, 90 og 100% árangur. Bronsviðurkenningar 2025 Á Loftslagsdeginum fengu eftirfarandi stofnanir bronsdekk, sem samsvarar því að a.m.k. 30% bílaflotans sé knúinn endurnýjanlegri orku: Lögreglustjórinn á Suðurnesjum Seðlabanki Íslands Þjóðminjasafn Íslands Lögreglustjórinn á Vestfjörðum Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra Náttúruverndastofnun Íslands Viðurkenning fyrir bronsdekkið komin í hendurnar á Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Þetta er annað árið í röð sem stofnanir fá viðurkenningar fyrir árangur í orkuskiptum og sýnir áframhaldandi skuldbindingu ríkisins við sjálfbærar samgöngur. Stofnanir sem starfa við fjölbreytt og oft krefjandi verkefni hafa þannig náð markverðum árangri í átt að kolefnishlutlausum rekstri. Þau Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður og Guðmundur Lúðvík Gunnarsson framkvæmdastjórni fjármálasviðs safnsins, veittu bronsdekkinu viðtöku með bros á vör. Stoltur lögreglumaður á Ísafirði tekur við bronsdekkinu fyrir hönd embættis Lögreglustjórans á Vestfjörðum.

Kennitala: 700924-1650

Akureyri

Rangárvellir 2, hús 8, IS-603

Reykjavík

Suðurlandsbraut 24, IS-108

Selfoss

Austurvegur 20, IS-800