Merki Umhverfis- og orkustofnunar

Auglýsing: Styrkir til loftslagsvænna tæknilausna í landbúnaði

Umsóknarfrestur til 22. desember 2025 / Mynd: Laurence Ziegler á Unsplash

Loftslags- og orkusjóður auglýsir 80 milljónir króna í styrki til loftslagsvænna tæknilausna í landbúnaði.

Í ljósi markmiða ríkisstjórnarinnar um eflingu nýsköpunar í landbúnaði og markvissari stuðning við bændur hafa Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, og Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, ákveðið að ráðstafa 80 m.kr. í sérstakan fjárfestingarstuðning við bændur. Stutt er við innleiðingu á tækni sem stuðlar að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda með minni áburðarnotkun.

Styrkumsóknir eru afgreiddar samkvæmt reglugerð nr. 1566/2024 um Loftslags- og orkusjóð.

Aðferðir nákvæmnislandbúnaðar við áburðardreifingu skila sér í bættri nýtingu næringarefna, minni losun gróðurhúsalofttegunda og bættum rekstri. Árangur getur verið breytilegur eftir ræktunaraðstæðum en áhrifin eru alltaf jákvæð. Búnaðurinn er þó dýr og þessum styrkveitingum er ætlað að koma til móts við það.

Styrkhæfi verkefna og áherslur

Styrkir verða veittir til framleiðenda landbúnaðarafurða, sem uppfylla skilyrði 4. mgr. 30. gr. búvörulaga, vegna fjárfestingar í tækjakaupum sem stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda vegna áburðarnotkunar í landbúnaði.

Jafnframt er heimilt að veita styrki til kaupa á búnaði sem keyptur er í samstarfi aðila, svo sem í gegnum búnaðarfélag eða verktaka sem annast áburðardreifingu fyrir bændur. Dæmi um styrkhæf tækjakaup eru eftirfarandi:

  • GPS tækni fyrir bætta nákvæmni við áburðardreifingu
  • Tækni til niðurfellingar/-lagningar á áburði
  • Önnur tæki sem bætt geta nýtingu áburðar og minnkað áburðarnotkun í landbúnaði

Áhersla skal fyrst og fremst lögð á að styrkja verkefni sem falla að hlutverki sjóðsins og horft verður til þess að forgangsraða verkefnum sem skila mestum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda (koldíoxíð-ígilda) á hverja styrkkrónu.

Auk framangreindra sjónarmiða er heimilt við mat á umsóknum og ákvörðun úthlutunar að taka tillit til sjónarmiða er fram koma í 2. mgr. 10. gr. reglugerðar um Loftslags- og orkusjóð eftir því sem við á.

Styrkhlutföll, styrkfjárhæðir og fleira

Hámarks styrkhlutfall skal vera 40% af heildarkostnaði fjárfestingar (án vsk.) og styrkfjárhæð í hverri úthlutun skal nema að hámarki 10 milljónum króna fyrir hvern framleiðanda landbúnaðarafurða.  Styrkur greiðist samkvæmt samningi og framlagningu staðfestingar á kaupum búnaðar.

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:

  1. Upplýsingar um umsækjanda eða umsækjendur, aðra þátttakendur og samstarfsaðila, ef einhverjir eru.
  2. Nafn, kennitala og símanúmer þess sem annast samskipti við sjóðinn.
  3. Lýsing á verkefninu og því hvernig verkefnið samræmist markmiðum og skilgreindum áherslum styrkveitinga, þ. á m. 35. gr.
  4. Tíma- og verkáætlun.
  5. Sundurliðuð fjárhagsáætlun verkefnis og upplýsingar um fjármögnun.

Umsóknarfrestur er til 22. desember 2025.

Sótt er um á www.orkusjodur.is

Image

Fleiri fréttir

Skoða
17. nóvember 2025
Auglýsing: Styrkir til nýsköpunar í jarðvarmanýtingu
Loftslags- og orkusjóður auglýsir 600 milljónir króna í styrki til nýsköpunar í jarðvarmanýtingu. Jarðhiti er ein mikilvægasta auðlind Íslendinga. Yfir 90% af húshitun hér á landi byggir á jarðvarma og um 30% raforkuframleiðslu. Brýnt er að viðhalda og styrkja enn frekar samkeppnishæfni Íslands á sviði jarðhitanýtingar og ýta undir nýsköpun og tækniþróun á þessu sviði. Í samræmi við þetta hefur umhverfis-, orku og loftslagsráðherra ákveðið að fela Loftslags- og orkusjóði að styrkja nýsköpun á sviði jarðvarmanýtingar um allt að 600 milljónir króna. Styrkhæfi verkefna og áherslur Styrkir verða veittir til orkufyrirtækja og annarra fyrirtækja sem nýta jarðvarmaauðlindina. Áhersla skal fyrst og fremst lögð á að styrkja verkefni sem falla undir eftirfarandi áherslur: A.     Ný tækni til raforkuframleiðslu úr jarðvarma Verkefni á sviði djúpborunar, endurbætt jarðhitakerfi (e. Enhanced Geothermal Systems), raforkuframleiðslu úr lágvarma, nýrrar bortækni og fleira. B.     Fjölnýting jarðhita Verkefni sem auka verðmætasköpun með beinni eða óbeinni fjölnýtingu jarðhita, til dæmis með nýjum framleiðsluferlum eða notkunarformum, sérstaklega þar sem loftslagsáhrif eru jákvæð og verkefni hafa ekki áður notið stuðnings úr öðrum opinberum sjóðum. C.    Nýting jarðhita til húshitunar Nýjar aðferðir við nýtingu jarðhita, meðal annars með varmadælum, aukinni nýtni eða hagkvæmni, og uppbyggingu sem dregur úr rafhitunarkostnaði og styður við fjölgun notenda. Almennar boranir eða hefðbundin uppbygging dreifikerfa teljast ekki styrkhæfar. Við mat á umsóknum skal meðal annars horft til þjóðhagslegrar hagkvæmni, byggðasjónarmiða og áhrifa á nærsvæði, auk gæða gagna og undirbúnings. Styrkhlutfall, styrkfjárhæðir og fleira Styrkupphæð fyrir hvert verkefni getur numið allt að þriðjungi af heildarkostnaði, gegn mótframlagi umsækjanda. Umsækjendur skulu leggja fram mótframlag sem nemur að minnsta kosti tveimur þriðju hluta kostnaðar. Skipting greiðslna skal vera eftirfarandi: Framvindugreiðsla (75%) greiðist samkvæmt samningi og framlagningu gagna. Lokagreiðsla (25%) er greidd þegar lokaskýrsla hefur verið samþykkt. Umsóknir Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn: Upplýsingar um umsækjanda eða umsækjendur, þátttakendur og samstarfsaðila. Nafn, kennitala, netfang og símanúmer tengiliðar við sjóðinn. Lýsing á verkefninu og því hvernig það samræmist markmiðum og áherslum Loftslags- og orkusjóðs. Lýsing á þekkingu á jarðhita viðkomandi svæðis, með tilvísun í fyrri rannsóknir eftir því sem við á. Tíma- og verkáætlun. Sundurliðuð fjárhagsáætlun verkefnis og upplýsingar um fjármögnun. Lýsing á hagkvæmni verkefnis, að teknu tilliti til síðari áfanga. Umsóknarfrestur er til 20. desember 2025. Sótt er um á www.orkusjodur.is
13. nóvember 2025
Er örplast á sjávarbotninum umhverfis Ísland?
Umhverfis- og orkustofnun lét nýverið taka setsýni á fimm stöðum á sjávarbotni í Faxaflóa til þess að kanna umfang örplasts.  Niðurstöður eru væntanlegar á næsta ári. Sýnatökustaðir Sýni voru tekin á fimm stöðum í Faxaflóa. Meira örplast frá skólpi Árið 2023 var gerð forkönnun á umfangi örplasts í sjávarseti í Faxaflóa. Þá sýndu niðurstöður að magn og gerðir örplastsagna voru mjög breytilegar á milli sýnatökustaða. Fjöldi örplastagna var hæstur á stöðvum 3 og 5. Stöð 3 er við skólpútrás.   Helstu plastgerðir sem fundust voru: 74% PP - Til dæmis notað í matarumbúðir, húsgögn og textíl. 16% PE - Til dæmis notað í eldhúsáhöld, leikföng, rör og plastpoka. 5% akrýlöt/pólýúretan/lakk. 2% PS - Til dæmis frauðplast. 1% manngerður sellulósi. 1% EVA - Mjúkt plast, til dæmis notað í sandala, jógamottur, baðleikföng og einangrun í snúrum. 1% PVC - Hart plast, til dæmis notað í leikföng, gólfefni, skó, töskur. 1% PA - Til dæmis notað í nælonsokkabuxur og veiðafæri. Stöðvar 3 og 5 sýndu meiri fjölbreytileika á plastgerðum, þar á meðal akrýlöt/pólýúretan/lakk, PVC, PA og manngerðan sellúlósa. Nánar um mismunandi tegundir plasts hjá Sænsku efnastofnuninni. Sérfræðingar á rannsóknasetri Háskóla Íslands á Suðurnesjum sáu um sýnatökurnar. Örplast víða í vistkerfinu Aðrar rannsóknir á örplasti á Íslandi hafa sýnt að það finnst víða, meðal annars í kræklingi, maga fýla og fiska (þorski og ufsa). Þetta bendir til þess að örplast sé nú þegar til staðar í vistkerfum við Ísland, þó að umfang þess sé lítt þekkt og mælingar á örplasti í botnseti hafi verið mjög fáar. Sjávarbotninn gefur góða mynd Það er mikilvægt að fylgjast með örplasti á sjávarbotni því mikið af því örplasti sem fer í hafið sekkur á botninn og safnast þar fyrir. Þannig virkar sjávarbotninn eins og geymsla fyrir örplast og sýnir hvernig mengunin hefur safnast upp og ástand sjávarins til lengri tíma. Með vöktuninni er hægt að: Fá vísbendingar um mengunarstig og þróun þess yfir tíma. Greina mögulegar uppsprettur, til dæmis frá skólpi eða iðnaði við strendur. Meta áhrif á lífríki, þar sem botndýr geta innbyrt örplast sem síðan fer upp fæðukeðjuna. Styðja við stefnumótun og aðgerðir til að draga úr plastmengun í hafinu. Framkvæmd og greining Sýnatökurnar voru framkvæmdar af Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Suðurnesjum. Sýnin eru svo send til Bretlands á sérhæfða rannsóknastofu Cefas (Centre for Environment Fisheries and Aquaculture Science) sem sér um greiningar á örplastinu í sýnunum. Von er á niðurstöðum á næsta ári. Plastflaska sem fannst í strandhreinsun í Engey árið 2023. Ráð til að sporna við örplasti Hvað geta einstaklingar gert til að sporna við örplasti í umhverfinu? Minnka plastnotkun almennt. Velja fjölnota poka, drykkjarflöskur og matarílát í stað einnota plastvara. Forðast vörur í óþarfa plastumbúðum. Þvottur og fataval. Gerviefni eins og pólýester, nælon og akrýl losa örplast í þvotti. Velja frekar fatnað úr náttúrulegum trefjum (bómull, ull, hör) þegar þess er kostur. Rétt flokkun og förgun úrgangs. Tryggja að plast fari í endurvinnslu og ekki út í náttúruna. Ekki sturta bleyjum, blautklútum eða hreinlætisvörum í klósettið — mörg þessara efna innihalda plast. Vanda val á snyrtivörum. Velja vörur merktar microplastic-free eða biodegradable. Forðast skrúbbvörur með plastögnum (oft merkt sem „polyethylene“ eða „polypropylene“ í innihaldslýsingu).

Kennitala: 700924-1650

Akureyri

Rangárvellir 2, hús 8, IS-603

Reykjavík

Suðurlandsbraut 24, IS-108

Selfoss

Austurvegur 20, IS-800