118 milljónum úthlutað til orkusparandi aðgerða í gróðurhúsum

Loftslags- og orkusjóður hefur úthlutað 118 milljónum króna í styrki til 11 verkefna sem miða að því að draga úr orkunotkun í íslenskum gróðurhúsum. Verkefnin, sem snúa að tæknivæðingu og bættri lýsingu með LED lausnum, munu skila áætluðum orkusparnaði upp á 9,4 GWst á ári.
Tíu verkefni hlutu styrk í fyrri úthlutun þessa átaksverkefnis sumarið 2025. Áætlaður raforkusparnaður vegna þeirra 8,3 GWst/ári.
Samanlagt má því áætla að átaksverkefnið Styrkir til orkusparandi aðgerða í gróðurhúsum geti náð fram raforkusparnaði sem nemur 17,8 GWst/ári. Það samsvarar árlegri raforkunotkun 3.900 heimila eða árlegri notkun 5.900 rafbíla.
Með úthlutuninni er lögð áhersla á verkefni sem skila mestum orkusparnaði á hverja styrkkrónu og stuðla að betri rekstrarhagkvæmni í gróðurhúsum, auk þess sem þau nýtist sem fyrirmyndir fyrir aðra í greininni.
Hámarksstyrkur var 15 milljónir króna fyrir hvert verkefni, að hámarki 40% af heildarkostnaði.
Seinni úthlutun vegna orkusparandi aðgerða í gróðurhúsum










