Merki Umhverfis- og orkustofnunar

109 verkefni hljóta styrk úr Loftslags- og orkusjóði

Loftslags- og orkusjóður hefur úthlutað rúmlega 1,3 milljörðum króna í styrki til verkefna sem stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands eða fela í sér nýsköpun á sviði umhverfis-, orku og loftslagsmála.

Alls hljóta 109 verkefni styrk að þessu sinni:

  • 34 verkefni sem fela í sér orkuskipti í samgöngum
  • 44 verkefni sem fela í sér orkuskipti í rekstri eða orkusparnað
  • 22 í flokki hringrásarhagkerfis
  • 9 verkefni í flokki nýsköpunar eða innleiðingar nýrrar tækni

Skoða úthlutanir

Ávinningur af verkefnunum

Ávinningur vegna styrktra verkefna á sviði orkuskipta í samgöngum og rekstri er metinn 8,7 milljón olíulítrar á ári. Það samsvarar eldsneytisnotkun um það bil 8.655 bíla árlega.

Heildarsamdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda í þessum tveimur flokkum er áætlaður 22.172 tonn CO₂-íg/ári, þar af um 18.528 tonn af CO₂-íg á ári vegna styrktra verkefna á sviði samgangna. Það jafngildir 2,1% af allri losun frá vegasamgöngum árið 2024.

Heildarraforkusparnaður og/eða raforkuframleiðsla vegna allra styrkverkefna í þessum flokkum er áætluð 2,9 GWst/ári.

Fleiri fréttir

Skoða
9. nóvember 2025
10 tonn af textílúrgangi á dag
Íslendingar losa sig við hátt í 10 tonn af fötum á dag. Gæði á fötum fara dvínandi. Aðeins um lítill hluti af fötunum kemst í endurnotkun innanlands. Saman gegn sóun og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa blásið til herferðar til að vekja athygli á textílvandanum. Markmið herferðarinnar er að hvetja fólk til að: Kaupa minna Nýta betur þann textíl sem það á Ókeypis sendingarkostnaður, rándýr langtímaáhrif Frá árinu 2023 hafa sveitarfélög borið ábyrgð á því að safna fötum, skóm og öðrum textíl sem íbúar vilja losa sig við. Söfnun, flutningur og önnur meðhöndlun á þessum úrgangi hefur reynst sveitarfélögunum mjög íþyngjandi og kostnaðarsöm. Þessum kostnaði væri betur varið í önnur verkefni innan sveitarfélaganna. Föt í verri gæðum Eftirspurn eftir notuðum fötum hefur dregist mikið saman á heimsvísu. Ástæðuna má rekja til uppgangs hraðtísku og aukinna fatakaupa. Á sama tíma og magnið hefur aukist hafa gæði fatanna versnað. Í dag endar hluti notaða textílsins sem sendur er úr landi í brennslu til orkuendurnýtingar. Það er textíll sem hvorki er hæfur til endurnotkunar né endurvinnslu vegna gæða. Brennsla til orkuendurnýtingar er skárri leið fyrir notuð föt en urðun. Besta leiðin er auðvitað að minnka sóun og nýta fötin sín vel og lengi. Mikilvægt að flokka Enn er mikilvægt að fólk haldi áfram að flokka textíl rétt. Endurvinnsla, endurnotkun og endurnýting á textíl er mun skárri leið fyrir umhverfið en að láta urða hann. Hvað er hægt að gera? Það er margt sem við getum gert til að vera partur af lausninni. Það mikilvægasta er að draga úr neyslu þar sem innkaupin ráðast í dag að miklu leyti af löngun en ekki þörfum. Einnig eru til ýmis ráð til að auka líftíma fatnaðar, sem samræmist hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins. Kaupa minna af fötum Nota fötin lengur Kaupa notað Leigja eða fá lánaðar flíkur við sérstök tilefni Koma fötum í áframhaldandi notkun Skila fötum á rétta staði Eftirspurn eftir notuðum fötum hefur dregist mikið saman á heimsvísu.
10. nóvember 2025
Styrkir til orkusparandi aðgerða í gróðurhúsum
Í ljósi góðs árangurs fyrri úthlutunar til orkusparandi aðgerða í gróðurhúsum hefur Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, ákveðið að ráðstafa aukalega 100 milljónum króna í verkefnið. Um er að ræða framhald fyrri úthlutunar sem hvetur til fjárfestinga í orkusparandi tækni og búnaði í ylrækt. Loftslags- og orkusjóði hefur verið falið að hafa umsjón með úthlutun styrkjanna. Markmið styrkjanna er að draga úr orkunotkun í gróðurhúsum og bæta orkunýtni, meðal annars með innleiðingu á LED-ljósum og öðrum orkusparandi búnaði. Slíkar aðgerðir skila sér í lægri rekstrarkostnaði fyrir bændur og stuðla að minni orkuþörf samfélagsins í heild. Um veitingu styrkja fer samkvæmt reglugerð nr. 1566/2024 um Loftslags- og orkusjóð. Styrkhæfi verkefna og áherslur Styrkir verða veittir til framleiðenda garðyrkjuafurða. Áhersla skal fyrst og fremst lögð á að styrkja verkefni sem falla að hlutverki sjóðsins, og horft verður til eftirfarandi forgangsröðunar við úthlutun: Verkefni sem skila mestum orkusparnaði á hverja styrkkrónu. Verkefni sem auka rekstrarhagkvæmni í rekstri gróðurhúss. Lausnir sem auka tæknivæðingu og samkeppnishæfni greinarinnar. Verkefni sem nýtast sem fyrirmynd fyrir aðra í greininni. Hvort verkefni hafi áður hlotið stuðning frá Loftslags- og orkusjóði. Styrkhlutfall og styrkfjárhæðir Hámarksstyrkhlutfall og styrkfjárhæð í úthlutunum fyrir styrki vegna framleiðenda garðyrkjuafurða skal vera 40% af heildarkostnaði fjárfestingar (án vsk.) og að hámarki 15 m.kr. fyrir hvern framleiðanda garðyrkjuafurða. Skipting greiðslna til styrkþega skal vera eftirfarandi: Framvindugreiðsla, 70%, greiðist samkvæmt samningi og framlagningu gagna um framvindu verkefnis. Lokagreiðsla, 30% af styrkupphæð, fer fram þegar verkefni er lokið og lokaskýrslu um framkvæmd verks er skilað og hún samþykkt af Loftslags- og orkusjóði. Fylgigögn Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn: Upplýsingar um umsækjanda eða umsækjendur, aðra þátttakendur og samstarfsaðila, ef einhverjir eru. Nafn, kennitala og símanúmer þess sem annast samskipti við sjóðinn. Lýsing á verkefninu og því hvernig það samræmist markmiðum og áherslum styrkveitinga, þar á meðal 30. gr. reglugerðar nr. 1566/2024 um Loftslags- og orkusjóð. Tíma- og verkáætlun. Sundurliðuð fjárhagsáætlun verkefnis og upplýsingar um fjármögnun. Umsóknarfrestur Umsóknarfrestur er til 15. desember 2025. Sótt er um á www.orkusjodur.is
7. nóvember 2025
Flokkar vinnustaðurinn þinn Allan hringinn?
Má bæta flokkun á þínum vinnustað? Við getum hjálpað!   Kynningarátakið Allan hringinn er hafið. Markmið átaksins er að hvetja vinnustaði til að flokka úrgang betur og veita starfsfólki og stjórnendum ráðleggingar til að bæta flokkun. Sjá nánar á allanhringinn.is   Allan hringinn er samstarfsverkefni á vegum stofnanna, sveitarfélaga, rekstraraðila í úrgangsþjónustu og hagsmunasamtaka í atvinnulífinu. Á vefsíðunni má finna:    Tékklista til að kanna hvernig vinnustaðurinn stendur sig í flokkun   Upplýsingar um hvernig megi spara pening með því að flokka   Fræðslu um hvaða flokka úrgangs er skylt að flokka skv. lögum   Myndbönd sem kynna fyrirtæki sem eru fyrirmyndir í flokkun   Samræmdar merkingar til notkunar á flokkunarílát   Hagnýt ráð hvernig megi hefja eða bæta flokkun á vinnustaðnum   Dæmi um það hvernig megi koma flokkunarílátum snyrtilega fyrir   Stjórnendur fyrirtækja geta fundið myndir og leiðbeiningar um flokkunartunnur á allanhringinn.is. Fólk flokkar betur heima en í vinnunni Í ár er Allan hringinn kynningarátaki beint til vinnustaða. Markmið verkefnisins árið 2025 er að fræða og aðstoða vinnustaði landsins við að bæta sína flokkun á þeim úrgangi sem verður til hjá þeim. Þar með styrkja hringrásarhagkerfið í íslensku atvinnulífi. Á vefsíðunni má meðal annars finna fjöldann allan af upplýsingum og ráðleggingum sem byggja á niðurstöðum könnunar sem var send til stjórnenda fyrirtækja innan Samtaka atvinnulífsins og aðildarsamtaka. Flokkar vinnustaðurinn þinn Allan hringinn? Með að „flokka allan hringinn“ er átt við að flokka á þann hátt að sem mest af efnum og auðlindum sem finna má í úrganginum haldist í hringrásinni. Að flokka úrgang vel er grundvallaratriði í úrgangsmeðhöndlun til að halda efnum í hringrás innan hagkerfisins. Samstarfsaðilar Allan hringinn verkefnið er samstarfsverkefni Umhverfis- og orkustofnunar, Úrvinnslusjóðs, Samtaka atvinnulífsins, Samtaka verslunar og þjónustu, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka iðnaðarins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, SORPU, Terra, Hringrásar og Grænna skáta. Auglýsingastofan ENNEMM vann hönnun og framleiðslu efnis fyrir verkefnið Allan hringinn 2025.  Allan hringinn á heimilum 2023 Árið 2023 tóku í gildi lög sem skylduðu einstaklinga og lögaðila (alla vinnnustaði) til að flokka heimilisúrgang sinn í a.m.k. sjö flokka.   Það ár fór Allan hringinn í kynningarátak sem beindist að einstaklingum og heimilum. Þá var verið að kynna þær breytingar sem tóku gildi 2023 í kjölfar gildistöku nýrra laga og hvetja landsmenn alla til að taka þátt í að mynda hringrásarhagkerfi á Íslandi af fullum krafti. Úrgangur sem auðlind Flokka þarf úrgang meira og betur svo hægt sé að endurvinna og endurnýta hann. Hringrásarhugsun þarf við hönnun og vöruþróun og fyrst og fremst huga alls staðar í ferlinu hvar sé hægt að lágmarka sóun og koma í veg fyrir myndun úrgangs. Við þurfum að líta á úrganginn okkar sem auðlind sem við getum endurunnið eða endurnýtt á annan hátt, en ekki efni til förgunar. Tökum öll höndum saman og stuðlum að hringrásarhagkerfi allan hringinn!
3. nóvember 2025
Mikil loftgæði árið 2024 - Ný ársskýrsla loftgæða komin út
Styrkur svifryks (PM₁₀ og PM₂,₅), köfnunarefnisdíoxíðs (NO₂), brennisteinsdíoxíðs (SO₂) og brennisteinsvetnis (H₂S) í andrúmslofti var undir heilsuverndarmörkum í langflestum tilvikum árið 2024. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Umhverfis- og orkustofnunar um loftgæði árið 2024. Einnig er hægt að skoða samantekt úr ársskýrslunni. Í Höfnum á Reykjanesi fór sólarhringsmeðaltalsstyrkur brennisteinsdíoxíðs 5 sinnum yfir mörk og klukkustundarmeðaltalsstyrkur 29 sinnum. Ástæðan er fjöldi eldgosa á Reykjanesi árið 2024. Aðrir mælistaðir á Reykjanesi fóru ekki yfir mörk. Í Hveragerði fór ársmeðaltalsstyrkur brennisteinsvetnis lítillega yfir mörk. Uppruni brennisteinsvetnis í Hveragerði eru jarðvarmavirkjanir í nágrenninu. Mengun af völdum brennisteinsvetnis hefur tærandi áhrif á rafbúnað en langvarandi áhrif hennar á heilsufar fólks hafa lítið verið rannsökuð. Utan þess voru mikil loftgæði á Íslandi árið 2024. Almennt séð eru loftgæði á Íslandi meðal þeirra mestu í Evrópu. Í heildina hafa loftgæði á Íslandi batnað með árunum, eða í það minnsta haldist tiltölulega óbreytt á langflestum stöðum. Í ársskýrslunni er hægt að skoða allar mælingar loftmengunarefna frá upphafi á Íslandi. Þar eru loftgæðamælingar settar í samhengi við gildandi reglugerðir og gögn sett fram í formi mynda og taflna. Ársskýrslan 2024 er áttunda samantekt sinnar tegundar á Íslandi. Henni fylgir einnig fylgiritið: Loftgæði á Íslandi – Umhverfisvísar, vöktun og uppsprettur.

Kennitala: 700924-1650

Akureyri

Rangárvellir 2, hús 8, IS-603

Reykjavík

Suðurlandsbraut 24, IS-108

Selfoss

Austurvegur 20, IS-800