Sjá nýjan vef Orkuspár Íslands

Merki Umhverfis- og orkustofnunar
Losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi 1990-2055. Dekkra svæðið táknar sögulega losun og ljósara svæðið táknar framreiknaða losun samkvæmt sviðsmynd með viðbótaraðgerðum.
\n\n Samfélagslosun Íslands 2005-2055 ásamt samanburði á milli sviðsmynda framreiknaðar losunar og losunarúthlutana sem Ísland fær í samræmi við áætlaða alþjóðlega skuldbindingu um 41% samdrátt samfélagslosunar.  ","author":"Uos","creator":"Uos","datePublished":"2025-04-23T12:00:30+0000","dateModified":"2025-07-01T09:41:31+0000","dateCreated":"2025-04-23T12:00:30+0000","image":"https://images.prismic.io/uos-web/aAi8UfIqRLdaBgQE_tom-tor-42QQqCefdBg-unsplash.jpg?auto=format%2Ccompress&rect=0%2C1%2C6000%2C4016&w=3000&h=2008","inLanguage":"Icelandic","isAccessibleForFree":true,"publisher":"UOS","thumbnailUrl":"https://images.prismic.io/uos-web/aAi8UfIqRLdaBgQE_tom-tor-42QQqCefdBg-unsplash.jpg?auto=format%2Ccompress&rect=0%2C1%2C6000%2C4016&w=3000&h=2008","text":"Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi dróst saman um 1,1% milli áranna 2022 og 2023. Losunin var 12,6 milljón tonn af CO2-ígildum (CO2-íg.) árið 2023 og hefur aukist um 6,6% frá árinu 1990. Losun Íslands má skipta í þrjá meginflokka: Samfélagslosun, landnotkun og staðbundinn iðnaður (ETS). Samfélagslosun Samfélagslosun Íslands árið 2023 var 2,8 milljón tonn CO₂-íg. og dróst saman um 2,5% á milli 2022 og 2023. Umfangsmestu losunarflokkarnir eru vegasamgöngur, landbúnaður og fiskiskip. Samkvæmt bráðabirgðaútreikningum verður líkleg hlutdeild Íslands, í skuldbindingunum sínum gagnvart ESB, að draga úr samfélagslosun um 41% árið 2030 miðað við árið 2005. Núgildandi markmið er 29%. Framreikningar í samfélagslosun sýna að ólíklegt er að Íslandi nái markmiðum í samfélagslosun miðað við núgildandi og fyrirhugaðar aðgerðir, jafnvel þó sveigjanleiki til að færa heimildir á milli skuldbindingarkerfa sé nýttur. Samdráttur í losun er áætlaður á bilinu 20-27% árið 2030 miðað við losun ársins 2005. Tækifæri til frekari samdráttar liggja í því að ráðast í frekari aðgerðir í loftslagsmálum. Það er hægt með því að fylgja eftir þeim aðgerðum sem þegar eru til umræðu ásamt því að finna nýjar leiðir til samdráttar. Ef Ísland nær ekki markmiðum sínum ber að greiða fyrir það sem upp á vantar með kaupum á heimildum frá öðrum ríkjum. Landnotkun Losun frá landnotkun var 8,0 milljón tonn CO₂-íg. árið 2023 og hefur verið frekar stöðug á milli ára. Meirihluti losunar frá landnotkun stafar af framræstu votlendi. Framreikningar sýna samdrátt í losun frá landnotkun yfir spátímabilið, þá fyrst og fremst vegna vaxandi bindingar í skóglendi. Miðað við núgildandi aðgerðir í landnotkun er útlit fyrir að Ísland muni standast skuldbindingar sínar á fyrra skuldbindingartímabilinu (2021-2025). Staðbundinn iðnaður (ETS) Losun frá staðbundnum iðnaði á Íslandi (aðallega ál- og kísilver) sem fellur undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS) var 1,8 milljón tonn CO₂-íg. árið 2023 sem er 3,3% samdráttur frá árinu 2022 en 113% aukning frá árinu 2005. Samdráttur hefur átt sér stað í viðskiptakerfinu í ESB. Með þátttöku í kerfinu er ekki um að ræða beinar samdráttarkröfur fyrir rekstraraðila á Íslandi. Umhverfis- og orkustofnun skilaði nýlega til Evrópusambandsins landsskýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda 1990-2023, ásamt skýrslu um stefnur, aðgerðir og framreikninga til 2055. Skýrslurnar eru unnar í nánu samstarfi við Land og skóg sem ber ábyrgð á landnotkunarhluta bókhaldsins. Nánar um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi 1990-2055 í vefsamantektinni. Skýrslurnar eru aðgengilegar hér.
\n\n Losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi 1990-2055. Dekkra svæðið táknar sögulega losun og ljósara svæðið táknar framreiknaða losun samkvæmt sviðsmynd með viðbótaraðgerðum.
\n\n Samfélagslosun Íslands 2005-2055 ásamt samanburði á milli sviðsmynda framreiknaðar losunar og losunarúthlutana sem Ísland fær í samræmi við áætlaða alþjóðlega skuldbindingu um 41% samdrátt samfélagslosunar.  ","url":"https://uos.is/frettir/losun-islands-2023-og-framtidarhorfur","wordCount":13023}

Losun Íslands 2023 og framtíðarhorfur

Fífur í náttúru Íslands.

Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi dróst saman um 1,1% milli áranna 2022 og 2023. Losunin var 12,6 milljón tonn af CO2-ígildum (CO2-íg.) árið 2023 og hefur aukist um 6,6% frá árinu 1990.

Losun Íslands má skipta í þrjá meginflokka: Samfélagslosun, landnotkun og staðbundinn iðnaður (ETS).

Samfélagslosun

  • Samfélagslosun Íslands árið 2023 var 2,8 milljón tonn CO₂-íg. og dróst saman um 2,5% á milli 2022 og 2023. Umfangsmestu losunarflokkarnir eru vegasamgöngur, landbúnaður og fiskiskip.
  • Samkvæmt bráðabirgðaútreikningum verður líkleg hlutdeild Íslands, í skuldbindingunum sínum gagnvart ESB, að draga úr samfélagslosun um 41% árið 2030 miðað við árið 2005. Núgildandi markmið er 29%.
  • Framreikningar í samfélagslosun sýna að ólíklegt er að Íslandi nái markmiðum í samfélagslosun miðað við núgildandi og fyrirhugaðar aðgerðir, jafnvel þó sveigjanleiki til að færa heimildir á milli skuldbindingarkerfa sé nýttur. Samdráttur í losun er áætlaður á bilinu 20-27% árið 2030 miðað við losun ársins 2005.
  • Tækifæri til frekari samdráttar liggja í því að ráðast í frekari aðgerðir í loftslagsmálum. Það er hægt með því að fylgja eftir þeim aðgerðum sem þegar eru til umræðu ásamt því að finna nýjar leiðir til samdráttar. Ef Ísland nær ekki markmiðum sínum ber að greiða fyrir það sem upp á vantar með kaupum á heimildum frá öðrum ríkjum.

Landnotkun

  • Losun frá landnotkun var 8,0 milljón tonn CO₂-íg. árið 2023 og hefur verið frekar stöðug á milli ára. Meirihluti losunar frá landnotkun stafar af framræstu votlendi.
  • Framreikningar sýna samdrátt í losun frá landnotkun yfir spátímabilið, þá fyrst og fremst vegna vaxandi bindingar í skóglendi.
  • Miðað við núgildandi aðgerðir í landnotkun er útlit fyrir að Ísland muni standast skuldbindingar sínar á fyrra skuldbindingartímabilinu (2021-2025).

Staðbundinn iðnaður (ETS)

  • Losun frá staðbundnum iðnaði á Íslandi (aðallega ál- og kísilver) sem fellur undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS) var 1,8 milljón tonn CO₂-íg. árið 2023 sem er 3,3% samdráttur frá árinu 2022 en 113% aukning frá árinu 2005.
  • Samdráttur hefur átt sér stað í viðskiptakerfinu í ESB. Með þátttöku í kerfinu er ekki um að ræða beinar samdráttarkröfur fyrir rekstraraðila á Íslandi.

Umhverfis- og orkustofnun skilaði nýlega til Evrópusambandsins landsskýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda 1990-2023, ásamt skýrslu um stefnur, aðgerðir og framreikninga til 2055. Skýrslurnar eru unnar í nánu samstarfi við Land og skóg sem ber ábyrgð á landnotkunarhluta bókhaldsins.

Nánar um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi 1990-2055 í vefsamantektinni.

Skýrslurnar eru aðgengilegar hér.

Losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi 1990-2055. Dekkra svæðið táknar sögulega losun og ljósara svæðið táknar framreiknaða losun samkvæmt sviðsmynd með viðbótaraðgerðum.

Samfélagslosun Íslands 2005-2055 ásamt samanburði á milli sviðsmynda framreiknaðar losunar og losunarúthlutana sem Ísland fær í samræmi við áætlaða alþjóðlega skuldbindingu um 41% samdrátt samfélagslosunar.

 

Fleiri fréttir

Skoða
1. desember 2025
Orkuspá Íslands 2025 - 2050: Mikil óvissa framundan og þörf á skýrri stefnumörkun 
Ný orkuspá fyrir Ísland, unnin í sameiningu af Landsneti, Umhverfis- og orkustofun, og Raforkueftirlitinu, sýnir að fram undan eru umtalsverðar áskoranir og mikil óvissa í þróun raforkumála. Orkuspáin var kynnt í Hörpu þann 1. desember. Spáin gerir ráð fyrir hægari aukningu á almennri raforkunotkun en áður var talið. Ástæður eru meðal annars seinkanir í virkjunarframkvæmdum, óvissa um uppbyggingu vindorku, og samdráttur í eftirspurn stórnotenda, einkum í kísilmálm- og gagnaversiðnaði.  Aukning í framboði raforku verður því hægari en áður var spáð. Þá hafa bilanir, viðskiptahöft og breytt alþjóðlegt efnahagsumhverfi áhrif á markaðinn. Hægari uppbygging nýrra viðskiptavina eykur enn á óvissuna.  Þrátt fyrir þetta má sjá jákvæða þróun í orkuskiptum innanlands, þar sem þau hafa þegar skilað samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Hins vegar er ljóst að markmið stjórnvalda um kolefnishlutleysi árið 2030 munu ekki nást án frekari aðgerða og skýrari stefnumörkunar.  Orkuspánni er ætlað að varpa ljósi á stöðu og þróun orkumála á Íslandi og skapa um leið umræðu um orkumál.   „Þessi spá sýnir meiri óvissu en oft áður, en um leið ýmis tækifæri til að lágmarka hana og mæta þeim markmiðum sem sett hafa verið um orkuskipti og hagvöxt. Það er ljóst að öflugt flutningskerfi raforku mun leika lykilhlutverk í því að ná þessum markmiðum,“ segir Ragna Árnadóttir, forstjóri Landsnets.    Mynd: Gestur Pétursson, forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar. „Orkuspá Íslands er ekki pólitísk yfirlýsing, hún er verkfæri. Hún er landakort sem gefur okkur innsýn inn í hvað er framundan. Og eins og allir vita að þá eru góð landakort verkfæri sem gera okkur kleift að ná áfangastað á öruggan hátt,“ segir Gestur Pétursson, forstjóri Umhverfis og orkustofnunar.  Um er að ræða bæði grunn- og háspá, sem skiptist í raforku-, orkuskipta- og jarðvarmaspá. Hægt er að nálgast helstu niðurstöður á vefnum orkuspaislands.is, sem Jóhann Páll Jóhannsson ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagmála opnaði á kynningarfundinum. Mynd: Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Gerð orkuspár Íslands er afrakstur náinnar samvinnu Landsnets, Umhverfis- og orkustofnunar og Raforkueftirlitsins. Þetta samstarf tryggir að spáin byggi á traustum grunni, sameiginlegri þekkingu og heildstæðu yfirliti yfir þróun orkumála í landinu. Slík samvinna er lykilforsenda þess að hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir um orkuskipti, uppbyggingu innviða og framtíðarhagvöxt.   
27. nóvember 2025
Viðurkenningar fyrir árangur í orkuskiptum ríkisflotans 2025
Í tilefni Loftslagsdagsins þann 1. október 2025, veitti Umhverfis- og orkustofnun í annað sinn viðurkenningar fyrir árangur í orkuskiptum ríkisflotans. Fyrsta viðurkenningaútgáfan fór fram árið 2024 og markaði upphaf hvatakerfis sem ætlað er að styðja við aðgerðina Full orkuskipti ríkisflota og samgönguþjónustu fyrir 2030. Markmiðið er skýrt, að allar fólks- og sendibifreiðar í eigu og notkun ríkisins verði alfarið knúnar endurnýjanlegri, íslenskri orku í lok árs 2029. Rafknúnar samgöngur hafa í dag reynst hagkvæmar, áreiðanlegar og vel til þess fallnar að sinna fjölbreyttum verkefnum ríkisstofnana. Aðgerðin og hvatakerfið Aðgerðin var unnin í samstarfi við Bílgreinasambandið, sem hefur staðfest að tæknilegir annmarkar standi ekki í vegi fyrir orkuskiptum í flokki fólks- og sendibíla á næstu árum. Nýjar gerðir rafbíla munu áfram styrkja innleiðinguna fram til ársins 2030. Til að hvetja til framfara fylgist Umhverfis- og orkustofnun með hlutfalli hreinorkubíla í flotum stofnana út frá gögnum Samgöngustofu. Fyrir hvert árangursþrep fá stofnanir viðurkenningar á veggspjaldi með skafmiðum: brons (30%), silfur (60%), gull (90%) og platína (100%). Vinna er hafin við endurbætur á Grænu skrefunum og er stefnt að því að hvatakerfi orkuskiptanna færist inn í þann ramma þegar endurbótum lýkur. Vörðum fyrir árangur í orkuskiptum er skipt niður í 4 þrep, 30, 60, 90 og 100% árangur. Bronsviðurkenningar 2025 Á Loftslagsdeginum fengu eftirfarandi stofnanir bronsdekk, sem samsvarar því að a.m.k. 30% bílaflotans sé knúinn endurnýjanlegri orku: Lögreglustjórinn á Suðurnesjum Seðlabanki Íslands Þjóðminjasafn Íslands Lögreglustjórinn á Vestfjörðum Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra Náttúruverndastofnun Íslands Viðurkenning fyrir bronsdekkið komin í hendurnar á Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Þetta er annað árið í röð sem stofnanir fá viðurkenningar fyrir árangur í orkuskiptum og sýnir áframhaldandi skuldbindingu ríkisins við sjálfbærar samgöngur. Stofnanir sem starfa við fjölbreytt og oft krefjandi verkefni hafa þannig náð markverðum árangri í átt að kolefnishlutlausum rekstri.  
24. nóvember 2025
Staða fráveitumála 2024
Skýrsla um stöðu fráveitumála á Íslandi fyrir árið 2024 er komin út. Skýrslan byggir á gögnum frá heilbrigðiseftirlitum, sveitarfélögum og rekstraraðilum um land allt. Helstu niðurstöður Eins og árið 2022 eru Borgarnes og Dalvík einu þéttbýlin sem uppfylla kröfur um hreinsun samkvæmt reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp. Viðkomandi þéttbýli eiga að uppfylla kröfur um viðeigandi hreinsun sem í þessum tilfellum er grófhreinsun. Flest þéttbýli á landinu beita enn grófhreinsun, sem er einungis forhreinsun þar sem rusl og aðskotahlutir eru síaðir frá vatni áður en frekari hreinsun fer fram. Niðurstöður skýrslunnar sýna að: 82% íbúa eru tengdir grófhreinsun. 14% íbúa hafa enga hreinsun. 1% íbúa tengjast eins þreps hreinsun - þar sem bæði svifagnir og lífrænt efni eru fjarlægð að hluta. Árið 2024 höfðu þrjú þéttbýli fengið samþykkt að skilgreina viðtaka sem „síður viðkvæman“. Tvö hafa bæst við árið 2025. Þetta gerir þeim kleift að beita minni hreinsun, eins þreps hreinsun í stað tveggja þrepa, að því gefnu að vatnshlotið haldist í góðu vistfræðilegu ástandi. Vöktun ábótavant Margir viðtakar hafa ekki verið vaktaðir nægilega vel og fá sveitarfélög framkvæma reglulegar mælingar í fráveitum eða viðtökum. Þörf er á að uppfæra og gefa út ný starfsleyfi fyrir fráveitur, sem heilbrigðiseftirlit landsins vinna nú að. Bætt gagnavinnsla Erfitt er að meta magn seyru sem er safnað vegna þess að hingað til hefur seyra og ristarúrgangur verið skráð sem sami úrgangsflokkur. Gerðar hafa verið úrbætur á því og það ættu að vera betri upplýsingar um magn seyru í næstu gagnaskilum. Vilji til úrbóta Verkefni næstu ára í fráveitumálunum eru fjölmörg en mikilvægt er að ljúka við endurskoðun á reglugerð um fráveitur og skólp og gefa út og/eða uppfæra starfsleyfi fyrir fráveitur. Í vatnaáætlun Íslands 2022–2027 er fráveita skilgreind sem einn helsti álagsþáttur á vatn og verður áfram unnið að úrbótum í samræmi við aðgerðaáætlun hennar. Úrbætur í fráveitu taka oft nokkurn tíma og því eru breytingar á milli gagnaskila frekar litlar eins og er. Greina má þó meiri áhuga og vilja til úrbóta í fráveitumálum. Samantektin nær til 90% íbúa Stöðuskýrsla fráveitumála nær til 29 þéttbýla, sem losa um eða yfir 2.000 pe. Það samsvarar um 344.237 íbúum eða um 90% af íbúafjölda á Íslandi. Umhverfis- og orkustofnun tekur saman upplýsingar um stöðu fráveitumála á Íslandi á tveggja ára fresti. Leiðbeiningar fyrir sveitarfélög og heilbrigðiseftirlit Umhverfis- og orkustofnun hefur unnið að ýmsum leiðbeiningum til að styðja sveitarfélög og heilbrigðiseftirlit við framkvæmd reglugerða. Meðal þeirra eru: Leiðbeiningar um útreikninga á skólpmagni. Skilgreiningu viðtaka. Eftirlitsmælingar og vöktun. Samræmd starfsleyfisskilyrði fyrir hreinsistöðvar.

Kennitala: 700924-1650

Akureyri

Rangárvellir 2, hús 8, IS-603

Reykjavík

Suðurlandsbraut 24, IS-108

Selfoss

Austurvegur 20, IS-800