Merki Umhverfis- og orkustofnunar
Losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi 1990-2055. Dekkra svæðið táknar sögulega losun og ljósara svæðið táknar framreiknaða losun samkvæmt sviðsmynd með viðbótaraðgerðum.
\n\n Samfélagslosun Íslands 2005-2055 ásamt samanburði á milli sviðsmynda framreiknaðar losunar og losunarúthlutana sem Ísland fær í samræmi við áætlaða alþjóðlega skuldbindingu um 41% samdrátt samfélagslosunar.  ","author":"Uos","creator":"Uos","datePublished":"2025-04-23T12:00:30+0000","dateModified":"2025-07-01T09:41:31+0000","dateCreated":"2025-04-23T12:00:30+0000","image":"https://images.prismic.io/uos-web/aAi8UfIqRLdaBgQE_tom-tor-42QQqCefdBg-unsplash.jpg?auto=format%2Ccompress&rect=0%2C1%2C6000%2C4016&w=3000&h=2008","inLanguage":"Icelandic","isAccessibleForFree":true,"publisher":"UOS","thumbnailUrl":"https://images.prismic.io/uos-web/aAi8UfIqRLdaBgQE_tom-tor-42QQqCefdBg-unsplash.jpg?auto=format%2Ccompress&rect=0%2C1%2C6000%2C4016&w=3000&h=2008","text":"Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi dróst saman um 1,1% milli áranna 2022 og 2023. Losunin var 12,6 milljón tonn af CO2-ígildum (CO2-íg.) árið 2023 og hefur aukist um 6,6% frá árinu 1990. Losun Íslands má skipta í þrjá meginflokka: Samfélagslosun, landnotkun og staðbundinn iðnaður (ETS). Samfélagslosun Samfélagslosun Íslands árið 2023 var 2,8 milljón tonn CO₂-íg. og dróst saman um 2,5% á milli 2022 og 2023. Umfangsmestu losunarflokkarnir eru vegasamgöngur, landbúnaður og fiskiskip. Samkvæmt bráðabirgðaútreikningum verður líkleg hlutdeild Íslands, í skuldbindingunum sínum gagnvart ESB, að draga úr samfélagslosun um 41% árið 2030 miðað við árið 2005. Núgildandi markmið er 29%. Framreikningar í samfélagslosun sýna að ólíklegt er að Íslandi nái markmiðum í samfélagslosun miðað við núgildandi og fyrirhugaðar aðgerðir, jafnvel þó sveigjanleiki til að færa heimildir á milli skuldbindingarkerfa sé nýttur. Samdráttur í losun er áætlaður á bilinu 20-27% árið 2030 miðað við losun ársins 2005. Tækifæri til frekari samdráttar liggja í því að ráðast í frekari aðgerðir í loftslagsmálum. Það er hægt með því að fylgja eftir þeim aðgerðum sem þegar eru til umræðu ásamt því að finna nýjar leiðir til samdráttar. Ef Ísland nær ekki markmiðum sínum ber að greiða fyrir það sem upp á vantar með kaupum á heimildum frá öðrum ríkjum. Landnotkun Losun frá landnotkun var 8,0 milljón tonn CO₂-íg. árið 2023 og hefur verið frekar stöðug á milli ára. Meirihluti losunar frá landnotkun stafar af framræstu votlendi. Framreikningar sýna samdrátt í losun frá landnotkun yfir spátímabilið, þá fyrst og fremst vegna vaxandi bindingar í skóglendi. Miðað við núgildandi aðgerðir í landnotkun er útlit fyrir að Ísland muni standast skuldbindingar sínar á fyrra skuldbindingartímabilinu (2021-2025). Staðbundinn iðnaður (ETS) Losun frá staðbundnum iðnaði á Íslandi (aðallega ál- og kísilver) sem fellur undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS) var 1,8 milljón tonn CO₂-íg. árið 2023 sem er 3,3% samdráttur frá árinu 2022 en 113% aukning frá árinu 2005. Samdráttur hefur átt sér stað í viðskiptakerfinu í ESB. Með þátttöku í kerfinu er ekki um að ræða beinar samdráttarkröfur fyrir rekstraraðila á Íslandi. Umhverfis- og orkustofnun skilaði nýlega til Evrópusambandsins landsskýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda 1990-2023, ásamt skýrslu um stefnur, aðgerðir og framreikninga til 2055. Skýrslurnar eru unnar í nánu samstarfi við Land og skóg sem ber ábyrgð á landnotkunarhluta bókhaldsins. Nánar um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi 1990-2055 í vefsamantektinni. Skýrslurnar eru aðgengilegar hér.
\n\n Losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi 1990-2055. Dekkra svæðið táknar sögulega losun og ljósara svæðið táknar framreiknaða losun samkvæmt sviðsmynd með viðbótaraðgerðum.
\n\n Samfélagslosun Íslands 2005-2055 ásamt samanburði á milli sviðsmynda framreiknaðar losunar og losunarúthlutana sem Ísland fær í samræmi við áætlaða alþjóðlega skuldbindingu um 41% samdrátt samfélagslosunar.  ","url":"https://uos.is/frettir/losun-islands-2023-og-framtidarhorfur","wordCount":13023}

Losun Íslands 2023 og framtíðarhorfur

Fífur í náttúru Íslands.

Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi dróst saman um 1,1% milli áranna 2022 og 2023. Losunin var 12,6 milljón tonn af CO2-ígildum (CO2-íg.) árið 2023 og hefur aukist um 6,6% frá árinu 1990.

Losun Íslands má skipta í þrjá meginflokka: Samfélagslosun, landnotkun og staðbundinn iðnaður (ETS).

Samfélagslosun

  • Samfélagslosun Íslands árið 2023 var 2,8 milljón tonn CO₂-íg. og dróst saman um 2,5% á milli 2022 og 2023. Umfangsmestu losunarflokkarnir eru vegasamgöngur, landbúnaður og fiskiskip.
  • Samkvæmt bráðabirgðaútreikningum verður líkleg hlutdeild Íslands, í skuldbindingunum sínum gagnvart ESB, að draga úr samfélagslosun um 41% árið 2030 miðað við árið 2005. Núgildandi markmið er 29%.
  • Framreikningar í samfélagslosun sýna að ólíklegt er að Íslandi nái markmiðum í samfélagslosun miðað við núgildandi og fyrirhugaðar aðgerðir, jafnvel þó sveigjanleiki til að færa heimildir á milli skuldbindingarkerfa sé nýttur. Samdráttur í losun er áætlaður á bilinu 20-27% árið 2030 miðað við losun ársins 2005.
  • Tækifæri til frekari samdráttar liggja í því að ráðast í frekari aðgerðir í loftslagsmálum. Það er hægt með því að fylgja eftir þeim aðgerðum sem þegar eru til umræðu ásamt því að finna nýjar leiðir til samdráttar. Ef Ísland nær ekki markmiðum sínum ber að greiða fyrir það sem upp á vantar með kaupum á heimildum frá öðrum ríkjum.

Landnotkun

  • Losun frá landnotkun var 8,0 milljón tonn CO₂-íg. árið 2023 og hefur verið frekar stöðug á milli ára. Meirihluti losunar frá landnotkun stafar af framræstu votlendi.
  • Framreikningar sýna samdrátt í losun frá landnotkun yfir spátímabilið, þá fyrst og fremst vegna vaxandi bindingar í skóglendi.
  • Miðað við núgildandi aðgerðir í landnotkun er útlit fyrir að Ísland muni standast skuldbindingar sínar á fyrra skuldbindingartímabilinu (2021-2025).

Staðbundinn iðnaður (ETS)

  • Losun frá staðbundnum iðnaði á Íslandi (aðallega ál- og kísilver) sem fellur undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS) var 1,8 milljón tonn CO₂-íg. árið 2023 sem er 3,3% samdráttur frá árinu 2022 en 113% aukning frá árinu 2005.
  • Samdráttur hefur átt sér stað í viðskiptakerfinu í ESB. Með þátttöku í kerfinu er ekki um að ræða beinar samdráttarkröfur fyrir rekstraraðila á Íslandi.

Umhverfis- og orkustofnun skilaði nýlega til Evrópusambandsins landsskýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda 1990-2023, ásamt skýrslu um stefnur, aðgerðir og framreikninga til 2055. Skýrslurnar eru unnar í nánu samstarfi við Land og skóg sem ber ábyrgð á landnotkunarhluta bókhaldsins.

Nánar um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi 1990-2055 í vefsamantektinni.

Skýrslurnar eru aðgengilegar hér.

Losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi 1990-2055. Dekkra svæðið táknar sögulega losun og ljósara svæðið táknar framreiknaða losun samkvæmt sviðsmynd með viðbótaraðgerðum.

Samfélagslosun Íslands 2005-2055 ásamt samanburði á milli sviðsmynda framreiknaðar losunar og losunarúthlutana sem Ísland fær í samræmi við áætlaða alþjóðlega skuldbindingu um 41% samdrátt samfélagslosunar.

 

Fleiri fréttir

Skoða
19. nóvember 2025
Auglýsing: Styrkir til loftslagsvænna tæknilausna í landbúnaði
Loftslags- og orkusjóður auglýsir 80 milljónir króna í styrki til loftslagsvænna tæknilausna í landbúnaði. Í ljósi markmiða ríkisstjórnarinnar um eflingu nýsköpunar í landbúnaði og markvissari stuðning við bændur hafa Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, og Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, ákveðið að ráðstafa 80 m.kr. í sérstakan fjárfestingarstuðning við bændur. Stutt er við innleiðingu á tækni sem stuðlar að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda með minni áburðarnotkun. Styrkumsóknir eru afgreiddar samkvæmt reglugerð nr. 1566/2024 um Loftslags- og orkusjóð. Aðferðir nákvæmnislandbúnaðar við áburðardreifingu skila sér í bættri nýtingu næringarefna, minni losun gróðurhúsalofttegunda og bættum rekstri. Árangur getur verið breytilegur eftir ræktunaraðstæðum en áhrifin eru alltaf jákvæð. Búnaðurinn er þó dýr og þessum styrkveitingum er ætlað að koma til móts við það. Styrkhæfi verkefna og áherslur Styrkir verða veittir til framleiðenda landbúnaðarafurða, sem uppfylla skilyrði 4. mgr. 30. gr. búvörulaga, vegna fjárfestingar í tækjakaupum sem stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda vegna áburðarnotkunar í landbúnaði. Jafnframt er heimilt að veita styrki til kaupa á búnaði sem keyptur er í samstarfi aðila, svo sem í gegnum búnaðarfélag eða verktaka sem annast áburðardreifingu fyrir bændur. Dæmi um styrkhæf tækjakaup eru eftirfarandi: GPS tækni fyrir bætta nákvæmni við áburðardreifingu Tækni til niðurfellingar/-lagningar á áburði Önnur tæki sem bætt geta nýtingu áburðar og minnkað áburðarnotkun í landbúnaði Áhersla skal fyrst og fremst lögð á að styrkja verkefni sem falla að hlutverki sjóðsins og horft verður til þess að forgangsraða verkefnum sem skila mestum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda (koldíoxíð-ígilda) á hverja styrkkrónu. Auk framangreindra sjónarmiða er heimilt við mat á umsóknum og ákvörðun úthlutunar að taka tillit til sjónarmiða er fram koma í 2. mgr. 10. gr. reglugerðar um Loftslags- og orkusjóð eftir því sem við á. Styrkhlutföll, styrkfjárhæðir og fleira Hámarks styrkhlutfall skal vera 40% af heildarkostnaði fjárfestingar (án vsk.) og styrkfjárhæð í hverri úthlutun skal nema að hámarki 10 milljónum króna fyrir hvern framleiðanda landbúnaðarafurða.  Styrkur greiðist samkvæmt samningi og framlagningu staðfestingar á kaupum búnaðar. Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn: Upplýsingar um umsækjanda eða umsækjendur, aðra þátttakendur og samstarfsaðila, ef einhverjir eru. Nafn, kennitala og símanúmer þess sem annast samskipti við sjóðinn. Lýsing á verkefninu og því hvernig verkefnið samræmist markmiðum og skilgreindum áherslum styrkveitinga, þ. á m. 35. gr. Tíma- og verkáætlun. Sundurliðuð fjárhagsáætlun verkefnis og upplýsingar um fjármögnun. Umsóknarfrestur er til 22. desember 2025. Sótt er um á www.orkusjodur.is
17. nóvember 2025
Auglýsing: Styrkir til nýsköpunar í jarðvarmanýtingu
Loftslags- og orkusjóður auglýsir 600 milljónir króna í styrki til nýsköpunar í jarðvarmanýtingu. Jarðhiti er ein mikilvægasta auðlind Íslendinga. Yfir 90% af húshitun hér á landi byggir á jarðvarma og um 30% raforkuframleiðslu. Brýnt er að viðhalda og styrkja enn frekar samkeppnishæfni Íslands á sviði jarðhitanýtingar og ýta undir nýsköpun og tækniþróun á þessu sviði. Í samræmi við þetta hefur umhverfis-, orku og loftslagsráðherra ákveðið að fela Loftslags- og orkusjóði að styrkja nýsköpun á sviði jarðvarmanýtingar um allt að 600 milljónir króna. Styrkhæfi verkefna og áherslur Styrkir verða veittir til orkufyrirtækja og annarra fyrirtækja sem nýta jarðvarmaauðlindina. Áhersla skal fyrst og fremst lögð á að styrkja verkefni sem falla undir eftirfarandi áherslur: A.     Ný tækni til raforkuframleiðslu úr jarðvarma Verkefni á sviði djúpborunar, endurbætt jarðhitakerfi (e. Enhanced Geothermal Systems), raforkuframleiðslu úr lágvarma, nýrrar bortækni og fleira. B.     Fjölnýting jarðhita Verkefni sem auka verðmætasköpun með beinni eða óbeinni fjölnýtingu jarðhita, til dæmis með nýjum framleiðsluferlum eða notkunarformum, sérstaklega þar sem loftslagsáhrif eru jákvæð og verkefni hafa ekki áður notið stuðnings úr öðrum opinberum sjóðum. C.    Nýting jarðhita til húshitunar Nýjar aðferðir við nýtingu jarðhita, meðal annars með varmadælum, aukinni nýtni eða hagkvæmni, og uppbyggingu sem dregur úr rafhitunarkostnaði og styður við fjölgun notenda. Almennar boranir eða hefðbundin uppbygging dreifikerfa teljast ekki styrkhæfar. Við mat á umsóknum skal meðal annars horft til þjóðhagslegrar hagkvæmni, byggðasjónarmiða og áhrifa á nærsvæði, auk gæða gagna og undirbúnings. Styrkhlutfall, styrkfjárhæðir og fleira Styrkupphæð fyrir hvert verkefni getur numið allt að þriðjungi af heildarkostnaði, gegn mótframlagi umsækjanda. Umsækjendur skulu leggja fram mótframlag sem nemur að minnsta kosti tveimur þriðju hluta kostnaðar. Skipting greiðslna skal vera eftirfarandi: Framvindugreiðsla (75%) greiðist samkvæmt samningi og framlagningu gagna. Lokagreiðsla (25%) er greidd þegar lokaskýrsla hefur verið samþykkt. Umsóknir Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn: Upplýsingar um umsækjanda eða umsækjendur, þátttakendur og samstarfsaðila. Nafn, kennitala, netfang og símanúmer tengiliðar við sjóðinn. Lýsing á verkefninu og því hvernig það samræmist markmiðum og áherslum Loftslags- og orkusjóðs. Lýsing á þekkingu á jarðhita viðkomandi svæðis, með tilvísun í fyrri rannsóknir eftir því sem við á. Tíma- og verkáætlun. Sundurliðuð fjárhagsáætlun verkefnis og upplýsingar um fjármögnun. Lýsing á hagkvæmni verkefnis, að teknu tilliti til síðari áfanga. Umsóknarfrestur er til 20. desember 2025. Sótt er um á www.orkusjodur.is

Kennitala: 700924-1650

Akureyri

Rangárvellir 2, hús 8, IS-603

Reykjavík

Suðurlandsbraut 24, IS-108

Selfoss

Austurvegur 20, IS-800