Til baka

3 mars 2025

Ný ásýnd Umhverfis- og orkustofnunar

Ný ásýnd fyrir Umhverfis- og orkustofnun var kynnt föstudaginn 28. febrúar 2025. Ásýndin er unnin af vörumerkjastofunni Tvist.

Myndband um ásýndina

Samruni rótgróinna stofnana

Nýja myndmerkið endurspeglar starfsemi beggja stofnana, sem hvor um sig áttu sterk og langlíf vörumerki. Nýja merkið tekur mið að því og vísar í hlutverk þeirra beggja í sameinaðri mynd.

Image

Vísun í íslenska náttúru

Innblástur fyrir nýja myndmerkið er sótt í jörðina, stuðlaberg, hleðslu, jafnvægi og upphafsstafi beggja stofnana: U og O.

Litirnir eru sóttir beint í íslenska náttúru. Í merkinu eru þrír grænir tónar en ásýndinni fylgja einnig sex kraftmiklir stuðningslitir.

Image
Image

Undirstöður fyrir grafískan heim

Merkið sjálft er einfalt, læsilegt og afar þægilegt í notkun. Það má líta á merkið sem kubba sem má stafla eða leika sér með. Það gefur hönnuðum tækifæri til að skapa spennandi grafískan heim út frá merkinu sjálfu.

Image
Image
Image
Image
Image
Image

Við erum á samfélagsmiðlum

Facebook merki

Umhverfis- og orkustofnun

Suðurlandsbraut 24

108 Reykjavík

--

Rangárvellir 2, hús 8

603 Akureyri

Hafa samband

Netfang: uos@uos.is

Sími: 569 6000

Opið fyrir símtöl milli kl. 8:30 og 15 alla virka daga

Kennitala: 7009241650