Hefurðu skoðað Orkuspá Íslands?

Merki Umhverfis- og orkustofnunar

Nýjar leiðbeiningar um olíuskiljur

Landslagsmynd sem sýnir tjörn og mýrar

Undir lok árs 2024 komu út uppfærðar leiðbeiningar um olíuskiljur sem ætlaðar eru rekstraraðilum, seljendum og hönnuðum.

Mikilvægt er að tryggja góðar mengunarvarnir við meðhöndlun á olíu en losun hennar út í fráveitur, vatn, grunnvatn og jarðveg er óheimil.

Vonast er til þess að nýju leiðbeiningarnar verði aðgengilegar og auðveldi notendum að fara eftir þeim.

Leiðbeiningarnar voru unnar af Umhverfisstofnun í samstarfi við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga, Eflu verkfræðistofu, Húsnæðis-og mannvirkjastofnun og Staðlaráð Íslands.

Heilbrigðisnefndir og Umhverfisstofnun hafa eftirlit með olíuskiljum í starfsleyfis- eða skráningarskyldri starfsemi. Hægt er að leita til þessara aðila um frekari leiðbeiningar. Einnig skal senda teikningar af olíuskiljum til byggingafulltrúa til samþykktar.

Fleiri fréttir

Skoða
11. desember 2025
Samráðsfundur og skipun nefndar um endurskoðun fastra matsbreytna
Umhverfis- og orkustofnun og Raforkueftirlitið hafa skipað í nefnd um endurskoðun fastra matsbreytna sem eru notaðar við útreikning á arðsemi flutningsfyrirtækis og dreifiveitna. Endurskoðunin er liður í lögbundnu hlutverki stofnunarinnar og miðar að því að tryggja að arðsemi þessarar starfsemi endurspegli raunverulegan fjármagnskostnað. Nefndin er skipuð eftirtöldum aðilum: Arna G. Tryggvadóttir, sviðsstjóri endurskoðunar hjá PwC. Dr. Hersir Sigurgeirsson, prófessor við Háskóla Íslands. Margit Johanne Robertet, forstöðumaður framtakssjóða Kviku eignastýringar.  Perla Ösp Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Eflingar. Samráðsfundur og gagnaskil  Við endurskoðun fastra matsbreytna skal haft samráð við helstu hagsmunaaðila á raforkumarkaði, þar á meðal framleiðendur, neytendur, stórnotendur, dreifiveitur og Landsnet. Samráðsfundur verður haldinn 15. janúar, þar sem hagsmunaaðilum gefst kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Einnig er hægt að senda nefndinni erindi fyrir fundinn á netfangið raforkueftirlit@uos.is. Gögnum og greiningum er hægt að skila til 31. janúar 2026. Bent er á að hlutverk nefndarinnar er afmarkað við endurskoðun fastra matsbreytna og ekki verður fjallað um önnur málefni. Næstu skref Að loknu samráði mun nefndin hefja vinnu við að meta hvort forsendur séu til staðar fyrir endurskoðun fastra matsbreytna, á grundvelli þeirra sjónarmiða og gagna sem berast frá hagsmunaaðilum. Frá vinstri: Margit Johanne Robertet, Hersir Sigurgeirsson, Perla Ösp Ásgeirsdóttir og Arna G. Tryggvadóttir. Lagastoð Samkvæmt 2. tölul. 3. mgr. 12. gr. og 17. gr. raforkulaga, nr. 65/2003, skal arðsemi flutningsfyrirtækisins og dreifiveitna af flutnings- og dreifistarfsemi vera sem næst vegnum fjármagnskostnaði, að teknu tilliti til skatta og að frátöldum verðlagsbreytingum. Í ákvæðinu er með nánari hætti fjallað um með hvaða hætti slík arðsemi skuli fundin út. Þá segir einnig að arðsemin skuli ákvörðuð að fengnu mati sérfróðra aðila.  Í reglugerð nr. 192/2016, frá 1. mars 2016, er með nánari hætti fjallað um það hvernig reikna skuli út veginn fjármagnskostnað sem vísað er til í raforkulögum. Jafnframt segir í reglugerðinni að Orkustofnun, nú Umhverfis- og orkustofnun, geti að fengnu áliti sérfróðra aðila og að höfðu samráði við hagsmunaaðila, sbr. 3. mgr. 12. gr. og 3. mgr. 17. gr. raforkulaga, lagt fram tillögu til ráðherra um endurskoðun fastra matsbreytna samkvæmt reglugerðinni ef stofnunin telur tilefni til þess, svosem. vegna sérstakra aðstæðna á markaði.  Sérfróðir aðilar skv. 1. mgr. eru tilnefndir af Umhverfis- og orkustofnun og skulu þeir hafa sérfræðiþekkingu á sviði fjármála og fjármagnskostnaðar. Við mat hinna sérfróðu aðila ber þeim að hafa samráð við framleiðendur raforku, neytendur, stórnotendur, dreifiveitur og Landsnet.  
11. desember 2025
Auglýsing: Styrkir til nýsköpunarlausna frá iðnaði sem fellur undir ETS kerfið
Loftslags- og orkusjóður auglýsir styrki til nýsköpunar og tækniþróunar sem stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda frá staðbundnum iðnaði sem fellur undir ETS-kerfið. Í heild eru 400 milljónir króna til úthlutunar  en styrkupphæð fyrir hvert verkefni getur numið allt að 200 milljónum króna að hámarki til allt að þriggja ára. Umsóknarfrestur er til 5. febrúar 2026 kl. 15:00. Sótt er um í gegnum rafrænt umsóknarkerfi Rannís. Sækja um styrk Styrkhæfi verkefna og áherslur Styrkhæfar eru umsóknir um þróun á hvers kyns tækni sem dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda frá staðbundnum iðnaði sem fellur undir ETS-kerfið. Áhersla verður lögð á verkefni sem skila samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Einnig verður litið til eftirfarandi þátta: að verkefnið hagnýti grunnþekkingu sem þegar er til staðar, að verkefnið beinist að aðilum sem hafa talsverða möguleika á að draga úr losun, að verkefnið hafi möguleika á að nýtast sem víðast í samfélaginu og hafi áhrif út fyrir einstaka fyrirtæki, félagasamtök og/eða stofnun. Krafa er gerð um tvo samstarfsaðila að lágmarki og skal að minnsta kosti eitt þeirra vera fyrirtæki. Horft verður til þess að forgangsraða verkefnum sem skila mestum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda (koldíoxíð-ígilda) á hverja styrkkrónu. Fyrirspurnir Almennum spurningum varðandi kallið og umsóknir sem eru í matsferli skal beint til losjodur@rannis.is.

Kennitala: 700924-1650

Akureyri

Rangárvellir 2, hús 8, IS-603

Reykjavík

Suðurlandsbraut 24, IS-108

Selfoss

Austurvegur 20, IS-800