Til baka

7 janúar 2025

Nýjar leiðbeiningar um olíuskiljur

Landslagsmynd sem sýnir tjörn og mýrar

Undir lok árs 2024 komu út uppfærðar leiðbeiningar um olíuskiljur sem ætlaðar eru rekstraraðilum, seljendum og hönnuðum.

Mikilvægt er að tryggja góðar mengunarvarnir við meðhöndlun á olíu en losun hennar út í fráveitur, vatn, grunnvatn og jarðveg er óheimil.

Vonast er til þess að nýju leiðbeiningarnar verði aðgengilegar og auðveldi notendum að fara eftir þeim.

Leiðbeiningarnar voru unnar af Umhverfisstofnun í samstarfi við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga, Eflu verkfræðistofu, Húsnæðis-og mannvirkjastofnun og Staðlaráð Íslands.

Heilbrigðisnefndir og Umhverfisstofnun hafa eftirlit með olíuskiljum í starfsleyfis- eða skráningarskyldri starfsemi. Hægt er að leita til þessara aðila um frekari leiðbeiningar. Einnig skal senda teikningar af olíuskiljum til byggingafulltrúa til samþykktar.