Merki Umhverfis- og orkustofnunar

Umsóknarfrestur framlengdur - Styrkir til nýtingar og leitar á jarðhita

Umsóknarfrestur fyrir styrki til nýtingar og leitar á jarðhita hefur verið framlengdur til 1. júní 2025.

Nánari upplýsingar um styrkina

Fleiri fréttir

Skoða
24. nóvember 2025
Staða fráveitumála 2024
Skýrsla um stöðu fráveitumála á Íslandi fyrir árið 2024 er komin út. Skýrslan byggir á gögnum frá heilbrigðiseftirlitum, sveitarfélögum og rekstraraðilum um land allt. Helstu niðurstöður Eins og árið 2022 eru Borgarnes og Dalvík einu þéttbýlin sem uppfylla kröfur um hreinsun samkvæmt reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp. Viðkomandi þéttbýli eiga að uppfylla kröfur um viðeigandi hreinsun sem í þessum tilfellum er grófhreinsun. Flest þéttbýli á landinu beita enn grófhreinsun, sem er einungis forhreinsun þar sem rusl og aðskotahlutir eru síaðir frá vatni áður en frekari hreinsun fer fram. Niðurstöður skýrslunnar sýna að: 82% íbúa eru tengdir grófhreinsun. 14% íbúa hafa enga hreinsun. 1% íbúa tengjast eins þreps hreinsun - þar sem bæði svifagnir og lífrænt efni eru fjarlægð að hluta. Árið 2024 höfðu þrjú þéttbýli fengið samþykkt að skilgreina viðtaka sem „síður viðkvæman“. Tvö hafa bæst við árið 2025. Þetta gerir þeim kleift að beita minni hreinsun, eins þreps hreinsun í stað tveggja þrepa, að því gefnu að vatnshlotið haldist í góðu vistfræðilegu ástandi. Vöktun ábótavant Margir viðtakar hafa ekki verið vaktaðir nægilega vel og fá sveitarfélög framkvæma reglulegar mælingar í fráveitum eða viðtökum. Þörf er á að uppfæra og gefa út ný starfsleyfi fyrir fráveitur, sem heilbrigðiseftirlit landsins vinna nú að. Bætt gagnavinnsla Erfitt er að meta magn seyru sem er safnað vegna þess að hingað til hefur seyra og ristarúrgangur verið skráð sem sami úrgangsflokkur. Gerðar hafa verið úrbætur á því og það ættu að vera betri upplýsingar um magn seyru í næstu gagnaskilum. Vilji til úrbóta Verkefni næstu ára í fráveitumálunum eru fjölmörg en mikilvægt er að ljúka við endurskoðun á reglugerð um fráveitur og skólp og gefa út og/eða uppfæra starfsleyfi fyrir fráveitur. Í vatnaáætlun Íslands 2022–2027 er fráveita skilgreind sem einn helsti álagsþáttur á vatn og verður áfram unnið að úrbótum í samræmi við aðgerðaáætlun hennar. Úrbætur í fráveitu taka oft nokkurn tíma og því eru breytingar á milli gagnaskila frekar litlar eins og er. Greina má þó meiri áhuga og vilja til úrbóta í fráveitumálum. Samantektin nær til 90% íbúa Stöðuskýrsla fráveitumála nær til 29 þéttbýla, sem losa um eða yfir 2.000 pe. Það samsvarar um 344.237 íbúum eða um 90% af íbúafjölda á Íslandi. Umhverfis- og orkustofnun tekur saman upplýsingar um stöðu fráveitumála á Íslandi á tveggja ára fresti. Leiðbeiningar fyrir sveitarfélög og heilbrigðiseftirlit Umhverfis- og orkustofnun hefur unnið að ýmsum leiðbeiningum til að styðja sveitarfélög og heilbrigðiseftirlit við framkvæmd reglugerða. Meðal þeirra eru: Leiðbeiningar um útreikninga á skólpmagni. Skilgreiningu viðtaka. Eftirlitsmælingar og vöktun. Samræmd starfsleyfisskilyrði fyrir hreinsistöðvar.
19. nóvember 2025
Auglýsing: Styrkir til loftslagsvænna tæknilausna í landbúnaði
Loftslags- og orkusjóður auglýsir 80 milljónir króna í styrki til loftslagsvænna tæknilausna í landbúnaði. Í ljósi markmiða ríkisstjórnarinnar um eflingu nýsköpunar í landbúnaði og markvissari stuðning við bændur hafa Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, og Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, ákveðið að ráðstafa 80 m.kr. í sérstakan fjárfestingarstuðning við bændur. Stutt er við innleiðingu á tækni sem stuðlar að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda með minni áburðarnotkun. Styrkumsóknir eru afgreiddar samkvæmt reglugerð nr. 1566/2024 um Loftslags- og orkusjóð. Aðferðir nákvæmnislandbúnaðar við áburðardreifingu skila sér í bættri nýtingu næringarefna, minni losun gróðurhúsalofttegunda og bættum rekstri. Árangur getur verið breytilegur eftir ræktunaraðstæðum en áhrifin eru alltaf jákvæð. Búnaðurinn er þó dýr og þessum styrkveitingum er ætlað að koma til móts við það. Styrkhæfi verkefna og áherslur Styrkir verða veittir til framleiðenda landbúnaðarafurða, sem uppfylla skilyrði 4. mgr. 30. gr. búvörulaga, vegna fjárfestingar í tækjakaupum sem stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda vegna áburðarnotkunar í landbúnaði. Jafnframt er heimilt að veita styrki til kaupa á búnaði sem keyptur er í samstarfi aðila, svo sem í gegnum búnaðarfélag eða verktaka sem annast áburðardreifingu fyrir bændur. Dæmi um styrkhæf tækjakaup eru eftirfarandi: GPS tækni fyrir bætta nákvæmni við áburðardreifingu Tækni til niðurfellingar/-lagningar á áburði Önnur tæki sem bætt geta nýtingu áburðar og minnkað áburðarnotkun í landbúnaði Áhersla skal fyrst og fremst lögð á að styrkja verkefni sem falla að hlutverki sjóðsins og horft verður til þess að forgangsraða verkefnum sem skila mestum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda (koldíoxíð-ígilda) á hverja styrkkrónu. Auk framangreindra sjónarmiða er heimilt við mat á umsóknum og ákvörðun úthlutunar að taka tillit til sjónarmiða er fram koma í 2. mgr. 10. gr. reglugerðar um Loftslags- og orkusjóð eftir því sem við á. Styrkhlutföll, styrkfjárhæðir og fleira Hámarks styrkhlutfall skal vera 40% af heildarkostnaði fjárfestingar (án vsk.) og styrkfjárhæð í hverri úthlutun skal nema að hámarki 10 milljónum króna fyrir hvern framleiðanda landbúnaðarafurða.  Styrkur greiðist samkvæmt samningi og framlagningu staðfestingar á kaupum búnaðar. Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn: Upplýsingar um umsækjanda eða umsækjendur, aðra þátttakendur og samstarfsaðila, ef einhverjir eru. Nafn, kennitala og símanúmer þess sem annast samskipti við sjóðinn. Lýsing á verkefninu og því hvernig verkefnið samræmist markmiðum og skilgreindum áherslum styrkveitinga, þ. á m. 35. gr. Tíma- og verkáætlun. Sundurliðuð fjárhagsáætlun verkefnis og upplýsingar um fjármögnun. Umsóknarfrestur er til 22. desember 2025. Sótt er um á www.orkusjodur.is

Kennitala: 700924-1650

Akureyri

Rangárvellir 2, hús 8, IS-603

Reykjavík

Suðurlandsbraut 24, IS-108

Selfoss

Austurvegur 20, IS-800