Umhverfis- og orkustofnun hefur tekið ákvörðun um að veita Landsvirkjun bráðabirgðaheimild vegna undirbúningsframkvæmda fyrir Hvammsvirkjun. Bráðabirgðaheimildin gildir þar til virkjunarleyfi hefur verið gefið út en þó eigi lengur en í sex mánuði frá útgáfu.
Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. a. raforkulaga nr. 65/2003, sbr. lög nr. 42/2025, er Umhverfis- og orkustofnun heimilt í sérstökum undantekningartilvikum, þegar brýn þörf er á að hefja eða halda áfram starfsemi vegna virkjunarframkvæmda skv. 4. gr. raforkulaga, að veita umsækjanda bráðabirgðaheimild að hans beiðni.
Ákvörðun Umhverfis- og orkustofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfs- og auðlindamála og fer um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kæruna samkvæmt lögum um úrskurðarnefndina, sbr. 2. mgr. 37. gr. raforkulaga. Kærufrestur er því einn mánuður frá birtingu ákvörðunarinnar, sbr. 2. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Ákvörðunin verður einnig birt í Lögbirtingablaðinu.